Knattspyrnukonan Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við HK. Hún kemur til félagsins frá Keflavík, þar sem hún hefur leikið allan ferilinn.
Arndís, sem er 29 ára, hóf meistaraflokksferilinn árið 2011. Síðan þá hefur hún leikið 30 leiki í efstu deild og 119 í 1. deild, alla með Keflavík.
HK hafnaði í þriðja sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og var aðeins þremur stigum á eftir Fylki í öðru sæti.