Enski knattspyrnumaðurinn Sam Hewson er farinn frá Þrótti úr Reykjavík, en hann kom til félagsins árið 2021.
Hann hefur undanfarin ár verið spilandi aðstoðarþjálfari liðsins og átti sinn þátt í að liðið fór upp úr 2. deild og í 1. deildina tímabilið 2022. Þá hélt Þróttaraliðið sér uppi í 1. deild á síðustu leiktíð.
Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, greindi frá tíðindunum á stuðningsmannasíðu félagsins.
Hewson er uppalinn hjá Manchester United en hefur undanfarin ár leikið með FH, Grindavík, Fram, Fylki og síðast Þrótti.