Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í deildabikar kvenna í fótbolta á tímabilinu er liðið lagði FH, 2:0, í Skessunni í Hafnarfirði í kvöld.
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir kom Stjörnunni yfir á 12. mínútu og Hulda Hrund Arnarsdóttir bætti við öðru marki á 59. mínútu og þar við sat.
FH er í öðru sæti með sex stig og Stjarnan í þriðja með fjögur.
Staðan í riðli 2: Þór/KA 6, FH 6, Stjarnan 4, Víkingur R. 3, Þróttur R. 1, ÍBV 0.