Ingólfur aftur til Ólafsvíkur

Ingólfur Sigurðsson í leik með Víkingi árið 2015.
Ingólfur Sigurðsson í leik með Víkingi árið 2015. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Sigurðsson er kominn til Víkings frá Ólafsvík frá KV. Ingólfur átti afar gott tímabil með Víkingi í 1. deildinni árið 2015 og skoraði sex mörk í 21 leik er Víkingar unnu deildina sannfærandi.

Miðjumaðurinn er reynslumikill leikmaður, með 180 deildarleiki í fimm efstu deildum Íslands. Í þeim hefur hann skorað 42 mörk.

Ingólfur lék með KV frá árinu 2020 og fór með liðinu úr 3. deild og upp í 1. deild. Liðið fékk hins vegar úr 1. deild 2022 og úr 2. deild á síðustu leiktíð.

Víkingur hafnaði í fimmta sæti 2. deildarinnar á síðustu leiktíð með 38 stig úr 22 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert