KSÍ sektar tvö félög

KSÍ hefur sektað tvö félög fyrir að nota ólöglegan leikmann.
KSÍ hefur sektað tvö félög fyrir að nota ólöglegan leikmann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur sektað tvö félög fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í deildabikarnum.

Freyr Þrastarson lék með KV gegn Árbæ þann 23. febrúar en hann er skráður í KR. Hefur KV því verið sektað um 60.000 krónur og úrslit leiksins skráð 3:0 Árbæ í vil.

Kári Jóhannesarson lék svo með Létti gegn RB degi síðar en hann er skráður í Fjölni. Fékk Léttir sömuleiðis 60.000 króna sekt og úrslit leiksins skráð 3:0 RB í vil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert