Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gengið frá lánssamningi við Mist Smáradóttir en hún kemur til félagsins frá Stjörnunni.
Mist þekkir vel til hjá Grindavík, því hún lék með liðinu á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að glíma við meiðsli á síðasta ári og lék aðeins fjóra deildarleiki með Grindavíkurliðinu.
Hún lék kornung þrjá leiki í efstu deild með Stjörnunni árið 2021 en hún hefur einnig leikið með Álftanesi í 2. deildinni.