Hefur ekki tekið ákvörðun um áfrýjun í máli Alberts

Åge Hareide og Albert Guðmundsson.
Åge Hareide og Albert Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot síðastliðið haust segir hana ekki hafa tekið ákvörðun um hvort niðurstaða héraðssaksóknara um að láta málið niður falla verði kært til ríkissaksóknara.

„Það liggur ekki fyrir ákvörðun um það. Fresturinn til þess er út 22.mars nk.,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn 433.is.

Á meðan málið var til meðferðar í íslenska dómskerfinu mátti Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, ekki velja Albert í landsliðshópinn samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ.

Albert í hópnum eður ei?

Næstkomandi föstudag tilkynnir Hareide landsliðshóp sinn fyrir umspil um laust sæti á EM 2024.

Vænta má þess að Albert, sem hefur farið á kostum með Genoa í ítölsku A-deildinni á tímabilinu, verði í landsliðshópnum.

Ákveði konan hins vegar að kæra niðurstöðu héraðssaksóknara telst málið enn til meðferðar og þá gildir það sama og áður; Hareide má ekki velja Albert í leikmannahópinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert