Heimaleikurinn vann aðalverðlaun í Glasgow

Logi Sigursveinsson og Smári Gunnarsson, leikstjórar Heimaleiksins.
Logi Sigursveinsson og Smári Gunnarsson, leikstjórar Heimaleiksins. Ljósmynd/Amy Muir

Íslenska heim­ild­ar­mynd­in Heima­leik­ur­inn, í leik­stjórn Smára Gunn­ars­son­ar og Loga Sig­ur­sveins­son­ar, hlaut áhorfendaverðlaun við lokaathöfn kvikmyndahátíðarinnar í Glasgow á sunnudagskvöld.

Heima­leik­ur­inn seg­ir frá til­raun Kára Viðars­son­ar til að upp­fylla draum föður síns um að safna í lið heima­manna til að spila langþráðan vígslu­leik á fótboltavelli sem faðir­inn lét byggja á Hell­is­sandi 25 árum áður.

Hæsta einkunn í sögu hátíðarinnar

Áhorfendaverðlaunin eru aðalverðlaun Glasgow-hátíðarinnar, sem er ein stærsta kvikmyndahátíðin á Bretlandseyjum.

Heimaleikurinn var sýnd fyrir fullu húsi tvisvar í Glasgow og skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu að áhorfendur hefðu samanlagt gefið myndinni 4.8 af 5 í einkunn, hæstu einkunn sem þeir hafa séð í tuttugu ára sögu hátíðarinnar.

Myndin hefur nú unnið til fjögurra verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert