Vildi ekki tjá sig um mál Alberts

Åge Hareide og Albert Guðmundsson ræða saman.
Åge Hareide og Albert Guðmundsson ræða saman. Eggert Jóhannesson

Albert Guðmundsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta eftir að kæra vegna meints kynferðisbrots var felld niður á dögunum en Albert var ekki í hópnum á meðan málið var í gangi.

Åge Hareide ræddi við blaðamenn á fundi í dag, en hann vildi ekki tjá sig um mál Alberts. Norðmaðurinn er þó glaður að fá Albert aftur í hópinn.

„Ég hef verið í sambandi við Albert. Hann er í hópnum og er klár í slaginn með okkur,“ sagði Hareide og hélt áfram:

„Hann var með mikið frelsi á móti Portúgal en þurfti að verjast líka. Hann leggur mikið á sig. Með Genoa á móti Napoli t.d. var hann út um allt.

Þú verður að gefa honum frelsi til að fá það besta út úr honum. Hann er nógu sniðugur knattspyrnumaður til að gera sína hluti og koma með góð hlaup,“ sagði Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert