Fjölmiðlar máttu ekki tala við Albert

Albert fagnar þriðja marki sínu í kvöld.
Albert fagnar þriðja marki sínu í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Knattspyrnusamband Íslands gaf íslenskum fjölmiðlum sem sóttu leik Íslands og Ísrael í umspili um sæti á lokamóti EM í kvöld ekki færi á að ræða við Albert Guðmundsson í leikslok.

Albert skoraði þrennu í leiknum, en fjölmiðlum var meinað að ræða við framherjann eftir leik, sem fór fram í Búdapest í Ungverjalandi. 

Leikmaðurinn sneri aftur í íslenska landsliðshópinn eftir fjarveru í kjölfar þess að hann var kærður fyrir kynferðisbrot. Málið var látið niður falla, en sú ákvörðun hefur verið kærð til ríkissaksóknara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert