Eina leiðin er að láta þá spila

Åge Hareide fylgist með framvindu mála á Szouza Ferenc-leikvanginum í …
Åge Hareide fylgist með framvindu mála á Szouza Ferenc-leikvanginum í Búdapest í gærkvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Åge Harei­de, þjálf­ari karla­landsliðsins í fót­bolta, seg­ir að leik­ur­inn gegn Ísra­el í gær­kvöld þar sem Ísland vann, 4:1, í undanúr­slit­um um­spils­ins fyr­ir EM hafi verið besti leik­ur liðsins und­ir sinni stjórn og ung­ir leik­menn liðsins séu að þrosk­ast og farn­ir að láta mikið að sér kveða.

Íslenska liðið dvel­ur áfram í Búdapest og æfir þar tvisvar áður en það fer til Wroclaw í Póllandi síðdeg­is á sunnu­dag­inn en þar mæt­ir það Úkraínu í úr­slita­leikn­um um sæti á EM 2024 í Þýskalandi á þriðju­dags­kvöldið.

„Frá því ég tók við liðinu í júní á síðasta ári hef ég verið að kynn­ast leik­mönn­un­um, prófa ýmsa hluti og átta mig á því hvaða leik­menn passa sam­an. Við enduðum á að láta liðið spila 4-4-2 því ís­lenska landsliðið er að vissu leyti alið upp í þeirri leikaðferð. Þeir hafa brugðist vel við því," sagði Harei­de þegar mbl.is sett­ist niður með hon­um á liðshót­el­inu í Búdapest síðdeg­is í dag og fór yfir sig­ur­inn glæsi­lega í gær og stöðu mála hjá landsliðinu.

Stund­um erfitt að vera með bestu menn­ina sam­an

Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson eru tveir af …
Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son eru tveir af ungu og efni­legu leik­mönn­un­um í liði Íslands. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

„Ég hef líka reynt að reyna að vera með bestu leik­menn­ina sam­an á vell­in­um en það er stund­um erfitt því þeir gegna mis­mun­andi hlut­verk­um í sín­um fé­lagsliðum. Þegar við tók­um við þeim núna lögðum við áherslu á að halda þeirri varn­ar­vinnu sem gekk vel gegn Portúgal í nóv­em­ber, og svo tók­um við eina æf­ingu sem var helguð því hvernig við ætt­um að brjóta niður ísra­elska liðið, hvernig við mynd­um vinna bolt­ann og snúa vörn í sókn.

Við þurft­um líka að ákveða hvernig við ætluðum að spila út úr vörn­inni. Við viss­um að ef við mynd­um byrja leik­inn á að senda langa bolta fram þá væri þeim illa við að lenda í ná­vígj­um í loft­inu. Þeir vilja frek­ar vinna bolt­ann á jörðinni. Við erum með lík­am­lega sterka leik­menn frammi eins og Orra og Andra, og svo erum við með Al­bert sem er klók­ur að finna svæðin á milli varn­ar og miðju. Ég tel að þetta hafi tek­ist ágæt­lega hjá okk­ur á köfl­um í leikn­um," sagði Harei­de.

Al­bert get­ur ráðið úr­slit­um

Íslenska liðið lenti und­ir eft­ir hálf­tíma leik þegar það fékk á sig víta­spyrnu en var fljótt að svara því með tveim­ur mörk­um.

„Við feng­um á okk­ur ódýr­ar víta­spyrn­ur, óþarfa snert­ing hjá Daní­el Leó og hendi á okk­ar mann, en að öðru leyti var varn­ar­leik­ur­inn góður. Það var góður brag­ur á liðinu, menn voru yf­ir­vegaðir og traust­ir og við gáf­um ekki mörg færi á okk­ur. Há­kon Rafn var ör­ugg­ur með öll skot sem komu á markið.

Sókn­ar­leik­ur­inn varð betri og betri eft­ir því sem leið á leik­inn, ekki síst vegna ein­stak­lings­gæða Al­berts Guðmunds­son­ar. Ég er bú­inn að horfa mikið á hann spila og þótt leitt að geta ekki notað hann í landsliðið því hann er leikmaður sem get­ur ráðið úr­slit­um. Hann hef­ur mikla hæfi­leika og er orðinn mjög mik­ils met­inn á Ítal­íu," sagði Harei­de en Al­bert skoraði þrennu í þess­um magnaða sigri Íslands, í sín­um fyrsta lands­leik síðan í júní á síðasta ári.

Frá­bær vinna ís­lenskra þjálf­ara

Albert Guðmundsson fagnar einu þriggja marka sinna gegn Ísrael.
Al­bert Guðmunds­son fagn­ar einu þriggja marka sinna gegn Ísra­el. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

„Ég er því mjög ánægður með leik­inn, og með hóp­inn all­an. Við erum með marga unga leik­menn, marg­ir þeirra hafa spilað sam­an með U17 og U19 ára landsliðunum og upp í 21-árs liðið, og þetta er einn af styrk­leik­um Íslands - leik­menn­ir þekkj­ast vel og eru nán­ir.

Þetta eru hæfi­leika­rík­ir strák­ar og ég held að þeir séu öðru­vísi en leik­menn­irn­ir sem Ísland hef­ur áður verið með. Í landsliðinu sem gerði það gott fyr­ir nokkr­um árum voru tveir eða þrír í mjög góðum liðum en hinir ekki eins.

Núna eru marg­ir strák­ar komn­ir í sterk lið, og það er ljóst að þjálf­ar­ar á Íslandi hafa unnið frá­bæra vinnu við að ala þá upp. Fé­lög eins og Akra­nes og liðin á höfuðborg­ar­svæðinu hafa skilað frá sér fjöl­mörg­um góðum leik­mönn­um og þetta er mik­il­vægt fyr­ir framtíð ís­lenska fót­bolt­ans," sagði Norðmaður­inn.

Fáum von­andi fleiri varn­ar­menn

Sérðu mun á þess­um strák­um frá því þú tókst við liðinu og þar til núna?

„Já, heil­mik­inn. Þetta snýst allt um sjálfs­traust. Marg­ir þeirra eru farn­ir að spila mun meira með sín­um fé­lagsliðum en áður og það er afar mik­il­vægt. Kristian Hlyns­son spil­ar með Ajax, ég hef séð marga leiki með hon­um. Ajax er að ganga í gegn­um erfitt tíma­bil en hann er fastamaður í liðinu.

Ísak fór til Düs­seldorf, Há­kon er hjá Lille, og það verður mjög áhuga­vert að sjá hvernig þess­ir strák­ar þrosk­ast. Eina leiðin til að kom­ast að því er að láta þá spila. Ef þeir spila ekki, þá veistu ekki hvað þeir geta. Ég hef mikla trú á þess­um leik­mönn­um en ég vona bara að við fáum fleiri varn­ar­menn.

Gamli skól­inn á Íslandi var byggður á virki­lega góðum varn­ar­mönn­um, ég kynnt­ist því sjálf­ur þegar ég þjálfaði Mal­mö, og veit að þeir voru mjög góðir og vel skipu­lagðir varn­ar­menn sem blómstruðu hjá Lars Lag­er­bäck.

Við erum með Sverri Inga en svo þurf­um við að ná inn fleiri sterk­um varn­ar­mönn­um á næstu árum. Það þarf að vera eitt okk­ar helsta verk­efni."

Geta breytt leikj­um

Þú ert hins veg­ar vel sett­ur með miðju- og sókn­ar­menn og hafðir úr mörg­um að velja í þær stöður fyr­ir leik­inn gegn Ísra­el. Það hlýt­ur að vera þægi­leg­ur haus­verk­ur?

Magnaðar lokatölur í Búdapest í gærkvöld.
Magnaðar loka­töl­ur í Búdapest í gær­kvöld. Ljós­mynd/​Szil­via Michell­er

„Já, það er hár­rétt, þetta eru allt góðir leik­menn sem geta komið inn á og breytt leikj­um og slíkt er gríðarlega þýðing­ar­mikið fyr­ir landslið. Maður þarf ekki að vera hrædd­ur við meiðsli því ég veit að ég er með góða menn á bekkn­um sem geta fyllt í skörðin."

Þú nefnd­ir Kristian Hlyns­son hjá Ajax. Hvernig stend­ur hann í bar­átt­unni um sæti í liðinu?

„Hann er virki­lega góður leikmaður, hæfi­leika­rík­ur og klók­ur. Hann er að berj­ast við leik­menn eins og Arn­ór Ingva, Ísak, Jó­hann Berg og Há­kon. Við þurf­um alltaf að leita eft­ir bestu sam­setn­ing­unni en við get­um gert það í tveim­ur mjög áhuga­verðum leikj­um í júní (gegn Englandi og Hollandi) og svo spil­um við von­andi nokkra leiki í viðbót í júní og júlí! En við kom­umst að því á þriðju­dag­inn."

Þarft að snúa heppn­inni á þitt band

Var þessi leik­ur við Ísra­el besti leik­ur ís­lenska liðsins und­ir þinni stjórn?

„Já, al­gjör­lega. Við átt­um góðan heima­leik gegn Portúgal sem við töpuðum 1:0 með marki á síðustu mín­útu. Við átt­um góða hálfleiki í undan­keppn­inni, spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu á heima­velli, og gegn Lúx­em­borg á heima­velli, og við átt­um að gera út um þessa leiki.

En í gær­kvöldi nýtt­um við fær­in okk­ar vel. Ef við hefðum gert það í leikj­un­um við Slóvakíu og Lúx­em­borg þá hefðum við líka unnið þá. Í fót­bolta þarftu alltaf smá heppni í lið með þér, þú þarft að snúa heppn­inni á þitt band. Við gerðum það gegn Ísra­el í gær. Og það besta sem ég sá í leikn­um í gær var að við lent­um marki und­ir en höfðum áfram fulla trú á verk­efn­inu.

Við skoruðum og við kom­umst yfir, og það breytti öllu. Stund­um brotna lið auðveld­lega niður þegar þau lenda marki und­ir. En við héld­um áfram okk­ar striki, héld­um góðum liðsanda og það skilaði okk­ur sigr­in­um.

Þetta eru góðir strák­ar allt sam­an, virki­lega góðir strák­ar, og þetta er góður hóp­ur að þjálfa. Þeir leggja hart að sér á æf­ing­um, þeir spyrja og vilja gera hlut­ina rétt, og ég get ekki sagt neitt annað en gott um þá," sagði Åge Harei­de.

Nán­ar er rætt við hann um leik­inn framund­an við Úkraínu í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert