Lið sem við getum sigrað

Åge Hareide.
Åge Hareide. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Åge Harei­de, þjálf­ari karla­landsliðsins í fót­bolta, seg­ir að ís­lensku landsliðsmenn­irn­ir verði að vera afar klók­ir í úr­slita­leik sín­um gegn Úkraínu í Wroclaw á þriðju­dag.

Úkraínska liðið sé firna­sterkt en Ísland geti sigrað. Úkraína vann Bosn­íu naum­lega, 2:1, í fyrra­kvöld á meðan Ísland vann Ísra­el 4:1 í um­spil­inu fyr­ir EM og Harei­de varði mikl­um hluta gær­dags­ins í að skoða úkraínska liðið.

„Þeir spila mikið maður á mann, ekki mikið í svæðum eins og við ger­um. Það gæti verið okk­ur í hag. Úkraína er lið sem við get­um sigrað en við þurf­um að vera geysi­lega klók­ir. Við þurf­um að draga þá út úr stöðum og vera út­smogn­ir.

 

Fót­bolti er stund­um eins og skák, við þurf­um að reyna að þröngva þeim yfir í erfiðar stöður þar sem við get­um nýtt okk­ar hæfi­leika. Þess vegna er ég svo ánægður með að vera með Al­bert Guðmunds­son í liðinu núna. Hann er góður í að stinga sér á milli lín­anna og halda bolt­an­um og það er erfitt að hafa gæt­ur á hon­um,“ sagði Harei­de við Morg­un­blaðið á hót­eli landsliðsins í Búdapest í gær.

„Úkraína er með hægri væng­inn sinn úr úkraínsku deild­inni og vinstri væng­inn úr ensku úr­vals­deild­inni og með fullt af góðum leik­mönn­um. Ekki bara þessa átta sem spila í bestu deild­um Evr­ópu held­ur líka leik­menn frá Shak­ht­ar sem er alltaf í Meist­ara­deild­inni.

 

En við verðum að trúa því að við get­um unnið þá. Ég sagði við strák­ana: nú þurfið þið að reyna að skrifa sög­una sjálf­ir. Sama hvað þú ger­ir, þú þarft að trúa á það sem þú ger­ir. Og ef þú get­ur nýtt sam­eig­in­lega orku ell­efu ein­stak­linga er hægt að gera ótrú­lega hluti. Ég held að við get­um komið Úkraínu­mönn­um á óvart," sagði Harei­de.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert