Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að íslensku landsliðsmennirnir verði að vera afar klókir í úrslitaleik sínum gegn Úkraínu í Wroclaw á þriðjudag.
Úkraínska liðið sé firnasterkt en Ísland geti sigrað. Úkraína vann Bosníu naumlega, 2:1, í fyrrakvöld á meðan Ísland vann Ísrael 4:1 í umspilinu fyrir EM og Hareide varði miklum hluta gærdagsins í að skoða úkraínska liðið.
„Þeir spila mikið maður á mann, ekki mikið í svæðum eins og við gerum. Það gæti verið okkur í hag. Úkraína er lið sem við getum sigrað en við þurfum að vera geysilega klókir. Við þurfum að draga þá út úr stöðum og vera útsmognir.
Fótbolti er stundum eins og skák, við þurfum að reyna að þröngva þeim yfir í erfiðar stöður þar sem við getum nýtt okkar hæfileika. Þess vegna er ég svo ánægður með að vera með Albert Guðmundsson í liðinu núna. Hann er góður í að stinga sér á milli línanna og halda boltanum og það er erfitt að hafa gætur á honum,“ sagði Hareide við Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í Búdapest í gær.
„Úkraína er með hægri vænginn sinn úr úkraínsku deildinni og vinstri vænginn úr ensku úrvalsdeildinni og með fullt af góðum leikmönnum. Ekki bara þessa átta sem spila í bestu deildum Evrópu heldur líka leikmenn frá Shakhtar sem er alltaf í Meistaradeildinni.
En við verðum að trúa því að við getum unnið þá. Ég sagði við strákana: nú þurfið þið að reyna að skrifa söguna sjálfir. Sama hvað þú gerir, þú þarft að trúa á það sem þú gerir. Og ef þú getur nýtt sameiginlega orku ellefu einstaklinga er hægt að gera ótrúlega hluti. Ég held að við getum komið Úkraínumönnum á óvart," sagði Hareide.
Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |