Breiðablik er deildabikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir öruggan 4:1-sigur á ÍA í úrslitum á Kópavogsvelli í kvöld.
Kristófer Ingi Kristinsson kom Breiðabliki yfir á 24. mínútu og Marko Vardic jafnaði fyrir ÍA á 39. mínútu. Blikar fóru þó með forskot í hálfleikinn því Höskuldur Gunnlaugsson skoraði beint úr aukaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Jason Daði Svanþórsson gerði þriðja mark Breiðabliks á 51. mínútu og Höskuldur gerði sitt annað mark og fjórða mark Breiðabliks á 75. mínútu og þar við sat.