Spá mbl.is: Tólfta sætið

Ívar Örn Jónsson, Atli Arnarson og Leifur Andri Leifsson eru …
Ívar Örn Jónsson, Atli Arnarson og Leifur Andri Leifsson eru þrír af reyndustu leikmönnum HK. mbl.is/Árni Sæberg

HK úr Kópavogi hafnar í tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is.

HK fékk 56 stig í spánni og mun samkvæmt því falla niður í 1. deildina í haust.

HK leikur sitt annað ár í röð í deildinni, hafnaði í 9. sæti í fyrra með 27 stig, og þetta er fimmta árið af síðustu sex sem Kópavogsliðið leikur í efstu deild. Níunda sætið er besti árangur félagsins og það hefur náð því sæti þrisvar.

Hópurinn er þunnskipaðri en á síðasta tímabili og HK hefur misst tvo af bestu leikmönnum sínum, sóknarmanninn Örvar Eggertsson í Stjörnuna og varnarmanninn Ahmad Faqa sem var í láni frá AIK í Svíþjóð. Danski framherjinn Anton Söjberg rifti samningi sínum og fór til Færeyja.

Þorsteinn Aron Antonsson, efnilegur varnarmaður frá Selfossi sem hefur verið í röðum Fulham á Englandi síðustu ár, er kominn í láni frá Val og Viktor Helgi Benediktsson, sem lék með HK árið 2017, er kominn heim eftir sex ár í Færeyjum og Noregi.

Ómar Ingi Guðmundsson hefur þjálfað HK frá vorinu 2022.

Komnir:
Viktor Helgi Benediktsson frá AB (Færeyjum)
Þorsteinn Aron Antonsson frá Val (lán)

Farnir:
Hassan Jalloh í Grindavík
Anton Söjberg í B36 Þórshöfn (Færeyjum)
Örvar Eggertsson í Stjörnuna
Ahmad Faqa í AIK (Svíþjóð) (úr láni)
Sigurbergur Áki Jörundsson í Stjörnuna (úr láni)

Fyrstu leikir HK:
  7.4. KA - HK
14.4. HK - ÍA
20.4. FH - HK
28.4. Vestri - HK
  5.5. HK - Víkingur R.

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 ??
8 ??
9 ??
10 ??
11 ??
12 HK 56

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert