KA frá Akureyri hafnar í sjöunda sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is.
KA-menn fengu 142 stig í spánni, þrettán stigum meira en Framarar sem enduðu í áttunda sæti.
Í fyrra endaði KA einmitt í 7. sætinu, vantaði þá herslumun til að komast í efri hlutann á lokasprettinum en varð langefst í neðri hlutanum. KA hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, árið 1989, og náði sínum besta árangri frá þeim tíma árið 2022 þegar Akureyrarliðið endaði í öðru sæti deildarinnar. Frá því KA lék á ný í efstu deild eftir nokkurt hlé árið 2017 hefur liðið ekki endað neðar en í sjöunda sæti deildarinnar, en hefur reyndar fjórum sinnum á sjö árum hafnað einmitt í því sæti.
KA fékk óvæntan liðsauka á dögunum þegar framherjinn reyndi Viðar Örn Kjartansson kom til félagsins eftir ellefu ára atvinnumennsku erlendis. Fyrr í vetur kom Hans Viktor Guðmundsson, miðvörður úr Fjölni, til að fylla skarð Dusans Brkovic en færeysku sóknarmennirnir Pætur Petersen og Jóan Símun Edmundsson yfirgáfu KA eftir síðasta tímabil.
Hallgrímur Jónasson hefur þjálfað KA frá haustinu 2022.
Komnir:
Viðar Örn Kjartansson frá CSKA 1948 Sofia (Búlgaríu)
Hans Viktor Guðmundsson frá Fjölni
Hákon Atli Aðalsteinsson frá Völsungi (úr láni)
Kári Gautason frá Dalvík/Reyni (úr láni)
Þorvaldur Daði Jónsson frá Dalvík/Reyni (úr láni)
Farnir:
Ívar Arnbro Þórhallsson í Hött/Hugin (lán)
Jóan Símun Edmundsson í Shkupi (N-Makedóníu)
Steinþór Freyr Þorsteinsson í Völsung
Dusan Brkovic í FH
Alex Freyr Elísson í Breiðablik (úr láni)
Pætur Petersen í KÍ Klaksvík (Færeyjum)
Fyrstu leikir KA:
7.4. KA - HK
13.4. KA - FH
21.4. KA - Vestri
28.4. Víkingur R. - KA
5.5. KA - KR
Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 KA 142
8 Fram 129
9 ÍA 118
10 Fylkir 63
11 Vestri 60
12 HK 56