Samningi fyrirliðans óvænt rift

Nadía fagnar marki í bikarúrslitum.
Nadía fagnar marki í bikarúrslitum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Nadía Atladóttir, sem hefur verið fyrirliði Víkings úr Reykjavík, leikur ekki með liðinu á komandi leiktíð.

Félagið tilkynnti í kvöld að knattspyrnudeildin og leikmaðurinn hafi komist um að samkomulagi að ljúka samstarfi.

„Knattspyrnudeild Víkings og Nadía Atladóttir hafa komist að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu.

Víkingur þakkar Nadíu fyrir samstarfið og hennar framlag til félagsins og óskar henni alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Nadía átti stóran þátt í að liðið vann 1. deildina á síðustu leiktíð og leikur í Bestu deildinni í ár. Þá skoraði hún tvö mörk er Víkingur varð bikarmeistari með sigri á Breiðabliki í bikarúrslitum á Laugardalsvelli síðasta haust.

Hún lék með Víkingi frá árinu 2020 en hefur einnig leikið með Fjölni, FH og Haukum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert