Skoraði hundraðasta markið gegn ÍA

Patrick Pedersen með boltann í leiknum í kvöld.
Patrick Pedersen með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Patrick Pedersen varð í kvöld sjötti knattspyrnumaðurinn í sögu Íslandsmótsins til að skora 100 mörk í efstu deild karla.

Hann skoraði sitt 100. mark í deildinni gegn Val í leiknum við ÍA sem nú stendur yfir í fyrstu umferðinni á Hlíðarenda.

Patrick hefur skorað öll sín 100 mörk fyrir Val enda hefur hann ekki leikið með öðru íslensku liði.

Hann er þriðji leikmaðurinn í sögunni til að skora 100 mörk fyrir eitt og sama félagið en Atli Viðar Björnsson skoraði 113 mörk fyrir FH og Ingi Björn Albertsson 109 fyrir Val.

Þeir sex sem nú hafa skorað 100 mörk í efstu deild karla eru eftirtaldir:

131 Tryggvi Guðmundsson, Fylki, ÍBV, FH, KR
126 Ingi Björn Albertsson, Val, FH
113 Atli Viðar Björnsson, FH
101 Guðmundur Steinsson, Víkingi R., Fram
101 Steven Lennon, FH, Fram
100 Patrick Pedersen, Val

Langt er þangað til nýr leikmaður bætist í þennan hóp. Óskar Örn Hauksson er reyndar löglegur með Víkingi en hann hefur skorað 88 mörk og verður fertugur á árinu, þannig að frekar er ólíklegt að hann eigi eftir að skora tólf mörk í viðbót. Næstur af núverandi leikmönnum í deildinni er Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni sem hefur skorað 68 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert