Jákvætt að hafa staðið þetta af okkur

Viktor Karl Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson eftir …
Viktor Karl Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson eftir að Viktor lagði upp fyrra mark Blika fyrir Jason. mbl.is/Árni Sæberg

Vikt­or Karl Ein­ars­son var maður­inn á bak við bæði mörk Breiðabliks í sigr­in­um á FH, 2:0, í Bestu deild karla í fót­bolta í kvöld.

Blikar voru mun betri í fyrri hálfleikn­um og FH-ing­ar í þeim síðari og Vikt­or kvaðst skrifa nokk­urn veg­inn upp á það þegar mbl.is ræddi við hann eft­ir leik­inn.

„Já, ég er eig­in­lega sam­mála því að mestu leyti, en án þess þó að þeir sköpuðu sér ein­hver al­vöru færi. Það var samt full mikið af því góða hjá þeim, hvað þeir náðu að herja á okk­ur í seinni hálfleikn­um.

En þar sem þeir sköpuðu sér ekki mikið átt­um við alltaf tæki­færi til að sækja hratt á þá, sem var kannski ekki endi­lega það sem við lögðum upp með.

En heilt yfir fannst mér við sýna al­vöru bar­áttu, við vor­um skæðir í skynd­isókn­um og skoruðum tvö góð mörk. Ég er því fyrst og fremst ánægður með sig­ur­inn," sagði Vikt­or.

Hann var ánægður með fyrri hálfleik­inn hjá Blik­um.

„Mér fannst bara vera eitt lið á vell­in­um all­an fyrri hálfleik­inn og það var smá svekkj­andi að hafa ekki náð að nýta það bet­ur og skorað fleiri mörk. Þetta var mjög góður fyrri hálfleik­ur, eitt­hvað sem við þurf­um að taka með okk­ur og byggja á. Síður seinni hálfleik­ur­inn en við skoruðum þó eitt mark þar sem er já­kvætt."

Þið stóðust þó tals­verða pressu FH í seinni hálfleik.

„Já, við gerðum það al­gjör­lega og ég er mjög stolt­ur af liðinu. Við hent­um okk­ur fyr­ir alla bolta. FH-ing­ar eru með frá­bært lið og við viss­um að þeir yrðu hættu­leg­ir, enda eru þeir með góða skalla­menn. Það er því mjög já­kvætt að hafa staðið þetta af okk­ur, og sér­stak­lega að skora annað mark," sagði miðjumaður­inn.

Vikt­or Karl kom að báðum mörk­um Blika því hann lagði það fyrra upp fyr­ir Ja­son og það seinna kom eft­ir skot hans.

„Í fyrra mark­inu fékk ég bolt­ann úti hægra meg­in, og ákvað að láta eina fyr­ir­gjöf vaða þarna fyr­ir fram­an vörn­ina. Ég sá að Vikt­or Örn var ná­lægt því að skalla hann í netið en svo var Ja­son þarna á fjær, tók snyrti­lega á móti bolt­an­um og setti hann í markið.

Í seinna mark­inu fékk Aron nokkra menn í sig og gaf út til mín. Ég lét vaða á markið, bolt­inn breytti stefnu af varn­ar­manni og Benjam­in var mætt­ur þarna á fjær eins og hann ger­ir mjög vel og lagði bolt­ann í netið. Hann kann að skora mörk, það er al­veg á hreinu," sagði Vikt­or um nýj­asta sókn­ar­mann­inn í röðum Blika.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert