Grótta fær Hollending

Grótta endaði í 9. sæti 1. deildar í fyrra.
Grótta endaði í 9. sæti 1. deildar í fyrra. mbl.is/Óttar Geirsson

Hollenski knattspyrnumaðurinn Damian Timan er genginn til liðs við Gróttu og leikur með félaginu í 1. deildinni á komandi tímabili.

Timan er 23 ára gamall miðjumaður sem lék með öllum yngri landsliðum Hollands upp að U19 ára og spilaði með unglingaliðum PSV Eindhoven, m.a. 30 leiki með varaliðinu, Jong PSV, í B-deildinni. Hann hefur verið í röðum B-deildarliðsins Cambuur undanfarin tvö ár og  spilað með varaliði félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert