Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrir Ísland gegn Þýskalandi í Aachen í dag og jafnaði þá metin í 1:1 í leik liðanna í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu.
Diljá Ýr Zomers sendi boltann inn að markteig Þjóðverja þar sem boltinn fór framhjá Sveindísi Jane Jónsdóttur og þýskum varnarmanni en Hlín var við öllu búin stakk sér inn í markteiginn og skoraði.
Þetta er fimmta mark Hlínar í 36 landsleikjum.
Leikurinn er sýndur beint á RÚV sem birti markið á X:
Hlín Eiríksdóttir jafnar leikinn! Flott sókn Íslands og vel klárað hjá Hlín 🇮🇸 pic.twitter.com/5Crijz0gvY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 9, 2024