Rúnar í banni gegn Val

Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í leik Fylkis og KR.
Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í leik Fylkis og KR. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Halldór Steinsson, forráðamaður Fylkis, er einnig kominn í eins leiks bann en þeir fengu báðir rauða spjaldið í lok leiksins gegn KR í fyrstu umferðinni þar sem Vesturbæjarliðið vann 4:3 eftir mikla dramatík undir lokin.

Þá var Fylkir sektaður um 40 þúsund krónur vegna spjaldanna.

Rúnar má því ekki stjórna liði Fylkis þegar það fær Val í heimsókn í 2. umferð dekildarinnar á sunnudagskvöldið. Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari, mun stýra Árbæjarliðinu í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert