Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, var besti leikmaðurinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á keppnistímabilinu 2024, að mati Morgunblaðsins.
Arnar átti mjög góðan leik í marki Kópavogsliðsins þegar það náði nokkuð óvæntu jafntefli gegn KA á Akureyri á sunnudaginn, 1:1, og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu. Hann varði tvívegis einn á móti sóknarmanni KA og auk þess nokkur skot heimamanna á glæsilegan hátt.
Arnar er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu HK í efstu deild en þetta var hans 83. leikur í marki liðsins í deildinni.
Meira um Arnar og úrvalslið fyrstu umferðar má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.