HK sektað fyrir fjölda spjalda

Viðar Örn Kjartansson og Þorsteinn Aron Antonsson eigast við í …
Viðar Örn Kjartansson og Þorsteinn Aron Antonsson eigast við í leik KA og HK á sunnudag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, ákvað að sekta karlalið HK vegna fjölda gulra spjalda sem liðið fékk í leik sínum gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag.

Alls fengu sjö leikmenn HK að líta gula spjaldið í leiknum sem lauk með jafntefli, 1:1, á Akureyri.

Af þeim sökum fékk HK sekt upp á 7.000 krónur.

Alls voru 52 gul spjöld gefin í leikjunum sex í fyrstu umferðinni, að meðaltali 8,7 spjöld í leik.

Auk þess voru tvö rauð spjöld gefin, sem komu bæði í hlut Fylkismanna.

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari og Halldór Steinsson í liðsstjórn Fylkis fengu báðir beint rautt spjald eftir 3:4-tap Fylkis fyrir KR á sunnudagskvöld og hafa þeir báðir verið úrskurðaðir í eins leiks bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert