Ólafur Kristófer Helgason, markvörður Fylkis í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélagið sem gildir til loka ársins 2027.
Fótbolti.net greinir frá.
Fyrri samningur Ólafs Kristófers átti að renna út í lok þessa ár en hann hefur verið aðalmarkvörður Fylkis undanfarin tvö tímabil og er lykilmaður liðsins núna.
Ólafur Kristófer er 21 árs en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 34 leiki í efstu deild og 22 leiki í þeirri næstefstu ásamt því að spila 18 leiki fyrir venslafélagið Elliða í fjórðu efstu deild.
Hann er hluti af U21-árs landsliði Íslands, þar sem hann hefur leikið fjóra landsleiki.