Tveir leikir fara fram í Bestu deild karla í fótbolta í dag þar sem þrjú lið freista þess að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
Breiðablik tekur á móti nýliðum Vestra á Kópavogsvelli klukkan 14 en Vestfirðingarnir spila þar sinn annan leik í efstu deild. Þeir töpuðu 2:0 fyrir Fram í fyrstu umferðinni á meðan Blikarnir sigruðu FH með sömu markatölu.
Á Akureyri mætast KA og FH klukkan 15 en KA-menn leika þar sinn annan heimaleik og FH-ingar sinn annan útileik.
KA varð að sætta sig við jafntefli gegn HK á Akureyri í fyrstu umferðinni, 1:1, á meðan FH tapaði á Kópavogsvelli.