„Við erum sáttir við eitt stig á móti gríðarlega sterku Valsliði,“ sagði Ólafur Kristófer Helgason, markvörður Fylkis, í samtali við mbl.is eftir markalaust jafntefli liðsins við Val á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld.
Fylkisliðið fékk á sig fjögur mörk á móti KR í síðasta leik, en hélt hreinu í kvöld.
„Maður fann að það var miklu betri einbeiting í liðinu í öllum smáatriðum og öllu sem gerðist. Við héldum því út allar 90 mínúturnar.
Við fórum vel gíraðir inn í leikinn, við vissum hvað við ætluðum að gera og þetta var gott leikplan. Það var smá stress síðustu 2-3 mínúturnar en ég hafði alltaf trú á við myndum halda út,“ sagði Ólafur