„Fólk keppist við að kalla þig heimskan“

Bjarni Mark Duffield leikmaður Vals
Bjarni Mark Duffield leikmaður Vals Ljósmynd/Valur

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Mark Antonsson Duffield bað stuðningsmenn Vals afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í leik liðsins gegn Stjörnunni í gærkveldi. Stjarnan vann 1:0 en Valur var sterkari aðilinn fram að rauða spjaldinu.

Bjarni fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili í fyrri hálfleik en Stjarnan komst yfir skömmu síðar og tíu Valsmenn áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi og ógna forskoti Stjörnumanna.

Bjarni gekk til liðs við Val í apríl frá Start í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert