Ræddi við Val en er ánægð með ákvörðunina

Sandra María Jessen ræddi við Val en hélt tryggð við …
Sandra María Jessen ræddi við Val en hélt tryggð við Akureyrarfélagið. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen, landsliðskona í knattspyrnu, íhugaði alvarlega að yfirgefa uppeldisfélagið Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Hún er algjör lykilmaður liðsins og fyrirliði. Að lokum ákvað hún að halda tryggð við Akureyrarfélagið.

„Þegar maður er samningslaus þarf maður að skoða hvað er best fyrir mann sjálfan. Ég þarf líka að hugsa um fjölskylduna mína. Ég var að skoða aðra möguleika, bæði heima og úti, en þegar öllu var á botninn hvolft ákvað ég að vera áfram fyrir norðan og ég er ánægð með þá ákvörðun.

Ég var í viðræðum við Val og aðra klúbba en Þórs/KA hjartað er stórt. Það er gott að vera heima þar sem maður veit að maður er metinn fyrir það sem maður gerir og þess vegna ákvað ég að vera áfram á Akureyri,“ sagði Sandra við mbl.is.

Þór/KA mætir Val á Hlíðarenda í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á morgun klukkan 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert