Dramatískur sigur Vestra fyrir norðan

Vestramenn fagna sigurmarkinu.
Vestramenn fagna sigurmarkinu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Vestri skoraði sitt fyrsta mark og vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í knattspyrnu gegn KA, 1:0, á Akureyri í dag. 

Vestri hífði sig upp úr botnsætinu í það níunda. KA er nú í ellefta sætinu með eitt stig.

Vestramenn spiluðu betur á upphafskaflanum og fengu þá einhver upphlaup sem hefði getað skaðað KA-menn. Smám saman komst jafnvæg á leikinn en á lokakafla hálfleiksins fór KA að ógna marki Vestra. Í raun má segja að engin alvöru færi hafi litið dagsins ljós í hálfleiknum en einhver skot rötuðu þó að marki, sem flest fóru framhjá. Staðan var 0:0 eftir bragðdaufan fyrri hálfleikinn.

Lítið krydd bættist í leikinn framan af seinni hálfleik en hvort lið fékk sitt færi áður en lokaspretturinn hófst. Kristijan Jajalo þurfti að verja með úthlaupi eftir að Tarek Ibrahimagic hafði prjónað sig í gegn. Síðan þurfti Karl William Eskelinen að verja í marki Vestra eftir lúmskt skot frá Harley Willard.

Það stefndi allt í markalaust jafntefli en í uppbótatíma fengu Vestramenn horn. Boltinn datt niður í teig KA og var eins og heimamenn vildu ekki koma honum í burtu. Jeppe Gertsen komst í boltann og sneiddi fann fram hjá urmul af mönnum inn í fjærhornið hægra megin. Fyrsta mark Vestra í deildinni í sumar.

KA hafði næstum engan tíma til að svara fyrir sig en þó kom einn skalli frá Viðari Erni Kjartanssyni, sem var varinn. Vestramenn gátu því fagnað fyrsta sigri sínum í deildinni nokkru síðar.

KA 0:1 Vestri opna loka
90. mín. Þrír Vestramenn liggja á vellinum eftir hornspyrnu KA.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert