Sannfærandi Víkingar lögðu Blika í stórleiknum

Nikolaj Hansen úr Víkingi og Damir Muminoivc hjá Breiðabliki eigast …
Nikolaj Hansen úr Víkingi og Damir Muminoivc hjá Breiðabliki eigast við í kvöld. mbl.is/Óttar

Íslands­meist­ar­ar Vík­ings unnu virki­lega góðan sig­ur á Breiðabliki, 4:1, í stór­leik um­ferðar­inn­ar í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í Vík­inni í kvöld. Vík­ing­ar eru á toppn­um með fullt hús stiga eft­ir þrjár um­ferðir.

Fyrri hálfleik­ur­inn var mik­il skemmt­un og bauð upp á flest allt sem góðir fót­bolta­leik­ir þurfa að hafa. Blikar mættu af krafti en eft­ir fyrstu mín­út­urn­ar tóku Vík­ing­ar hægt og ró­lega völd­in og stýrðu leikn­um nán­ast al­gjör­lega.

Fyrsta mark leiks­ins kom á 18. mín­útu en Danij­el Dej­an Djuric átti þá fyr­ir­gjöf sem Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son náði ekki að hreinsa frá. Bolt­inn barst til Ara Sig­urpáls­son­ar á fjærsvæðinu sem tók bolt­ann vel niður og kláraði af yf­ir­veg­un fram­hjá Ant­oni Ara Ein­ars­syni í marki Breiðabliks.

100 sek­únd­um síðar voru Vík­ing­ar svo bún­ir að tvö­falda for­ystu sína. Karl Friðleif­ur Gunn­ars­son átti þá virki­lega góða fyr­ir­gjöf frá vinstri á Ni­kolaj Han­sen sem skallaði bolt­ann í netið. Ni­kolaj var ein­fald­lega sterk­ari en varn­ar­menn Breiðabliks í bar­átt­unni í teign­um, virki­lega vel gert hjá Dan­an­um.

Blikar voru þó ekki af baki dottn­ir en á 37. mín­útu minnkuðu þeir mun­inn. Damir Mum­in­ovic átti þá fast skot að marki eft­ir horn­spyrnu en bolt­inn breytti um stefnu af Kristó­feri Inga Krist­ins­syni áður en hann endaði í mark­inu. Ingvar Jóns­son, markvörður Vík­ings, var far­inn af stað í hornið og kom því eng­um vörn­um við þegar bolt­inn breytti um stefnu.

Seinni hálfleik­ur­inn var ró­legri en sá fyrri en Vík­ing­ur var áfram betri aðil­inn. Fátt var um færi en á tveggja mín­útna kafla þegar tæpt kort­er var eft­ir gerði liðið út um leik­inn. Á 76. mín­útu skoraði Danij­el Dej­an Djuric þriðja mark Vík­ings eft­ir góðan und­ir­bún­ing Ara og vara­manns­ins Helga Guðjóns­son­ar og það var svo Ari sem skoraði fjórða markið tveim­ur mín­út­um síðar. Hann fékk bolt­ann þá vinstra meg­in, fór með hann inn á völl­inn og smurði hann svo al­veg út við fjær­stöng­ina, óverj­andi fyr­ir Ant­on Ara. Sann­ar­lega mark af dýr­ari gerðinni hjá Ara.

Fleiri urðu mörk­in ekki í leikn­um og held­ur sig­ur­ganga Vík­ings því áfram. Liðið er það eina í deild­inni með fullt hús stiga eft­ir fyrstu þrjár um­ferðirn­ar. Breiðablik er með sex stig líkt og ÍA, KR, Fram og FH.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

Vík­ing­ur R. 4:1 Breiðablik opna loka
skorar Ari Sigurpálsson (18. mín.)
skorar Nikolaj Hansen (20. mín.)
skorar Danijel Dejan Djuric (76. mín.)
skorar Ari Sigurpálsson (78. mín.)
Mörk
skorar Kristófer Ingi Kristinsson (37. mín.)
fær gult spjald Pablo Punyed (36. mín.)
fær gult spjald Karl Friðleifur Gunnarsson (69. mín.)
fær gult spjald Oliver Ekroth (69. mín.)
fær gult spjald Helgi Guðjónsson (82. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Alexander Helgi Sigurðarson (67. mín.)
fær gult spjald Patrik Johannesen (86. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Magnaður sigur Víkings staðreynd! Virkilega góð frammistaða hjá liðinu.
90
+4 - Víkingur er bara að sigla þessu í höfn.
90 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot framhjá
+1 - Gerir vel í teignum en hittir ekki á markið.
90
Fjórum mínútum bætt við.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
90
Stórhætta við mark Víkings en Gunnar Vatnhamar bjargar á línu í annað skipti í leiknum!
87 Víkingur R. fær hornspyrnu
86 Patrik Johannesen (Breiðablik) fær gult spjald
Braut á Danijeli. Getur ekkert mótmælt þessu og gerir það ekki.
82 Patrik Johannesen (Breiðablik) kemur inn á
82 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fer af velli
82 Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) kemur inn á
82 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
82 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) fær gult spjald
Of seinn í Alexander Helga.
80 Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) kemur inn á
80 Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) fer af velli
80 Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) kemur inn á
80 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) fer af velli
Magnaður í kvöld.
78 MARK! Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) skorar
4:1! - Víkingar eru að klára þetta! Ari fær boltann vinstra megin, fer með hann inn á völlinn og smyr hann svo alveg út við stöng! Stórkostlegt mark hjá Ara!
76 MARK! Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) skorar
3:1! - Ari setur boltann í hlaupið hjá Helga sem kemst upp að endamörkum vinstra megin. Hann neglir boltanum inn í markteiginn þar sem Djuric mætir á nær og klárar vel. Mögulega var þetta sjálfsmark hjá Damir en ég set þetta á Djuric þar til annað kemur í ljós.
74 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) kemur inn á
74 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) fer af velli
74 Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) kemur inn á
74 Aron Bjarnason (Breiðablik) fer af velli
74 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Fær fínt skotfæri í teignum en setur boltann rétt framhjá markinu.
71 Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) kemur inn á
71 Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) fer af velli
69 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Ingvar fer í skógarhlaup og Jason er bara að að renna boltanum í opið mark en Gunnar Vatnhamar bjargar á marklínu með frábærri tæklingu!
69 Oliver Ekroth (Víkingur R.) fær gult spjald
Þetta er ótrúlegt. Hann er kominn í bann með 4 gul spjöld. Í þriðju umferð. Fékk spjald í Meistarar meistaranna og það spjald telur.
69 Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) fær gult spjald
67 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot sem átti sér stað fyrir löngu síðan en leikurinn hefur bara ekkert stoppað. Vel gert hjá Vilhjálmi að muna þetta.
67 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) kemur inn á
67 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) fer af velli
63
Helgi Guðjónsson er búinn að bíða heillengi hér við hliðarlínuna til að fá að komast inná. Boltinn bara fer ekkert úr leik.
58
Karl Friðleifur með stórhættulega fyrirgjöf en Erlingur nær ekki til boltans. Rétt áður fóru Höskuldur og Nikolaj Hansen í alvöru tæklingu á miðjum vellinum og Hansen lá aðeins eftir, en er staðinn upp núna og virðist geta haldið áfram.
57 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hornspyrnan er sett mjög innarlega og Ingvar í smá brasi með hana. Boltinn dettur svo fyrir fætur Viktors sem nær skoti úr þvögunni en þá ver Ingvar vel.
56 Breiðablik fær hornspyrnu
55 Breiðablik fær hornspyrnu
55
Aron Bjarnason með fyrirgjöf frá vinstri sem endar í höndunum á Ingvari. Þetta er ekki alveg sama skemmtunin núna og í fyrri hálfleik.
52 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) kemur inn á
52 Benjamin Stokke (Breiðablik) fer af velli
50
Þetta er nokkuð jafnt svona til að byrja með hérna í seinni hálfleik.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Engar breytingar í hálfleik!
45 Hálfleikur
Virkilega skemmtilegum fyrri hálfleik lokið!
45 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot framhjá
+1 - Stórhættuleg sending frá Antoni Ara frá marki beint í fætur Nikolaj. Hann reynir skot í fyrsta rétt fyrir utan teig en hittir boltann afleitlega.
45
Einungis einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn. Ég hefði búist við meiru.
43 Víkingur R. fær hornspyrnu
43 Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) á skot framhjá
Af varnarmanni og framhjá markinu. Þetta var fínt skotfæri við D-bogann.
37 MARK! Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) skorar
2:1! - Blikarnir eru búnir að minnka muninn! Eftir aukaspyrnuna dettur boltinn fyrir Damir sem þrumar honum í átt að marki, í Kristófer Inga og í netið. Boltinn breytti töluvert um stefnu af Kristóferi og því var Ingvar farinn í hitt hornið. Við erum með leik!
36 Pablo Punyed (Víkingur R.) fær gult spjald
Fyrsta gula spjaldið og það þarf kannski ekkert að koma á óvart hver fékk það. Brýtur á Alexander Helga rétt fyrir utan teig og Breiðablik á aukaspyrnu á hættulegum stað.
34 Víkingur R. fær hornspyrnu
33 Víkingur R. fær hornspyrnu
31
Hér skorar Kristófer Ingi mark eftir að hann fylgdi á eftir skoti Alexanders Helga en flaggið fer á loft og markið telur ekki.
30 Breiðablik fær hornspyrnu
30 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot yfir
Af varnarmanni.
30 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hörkufæri! Langur bolti fram sem Viktor Karl tekur mjög vel niður. Hann er svo eldsnöggur að hleypa af skoti úr teignum en Ingvar ver vel.
26
Nikolaj Hansen fær boltann í teignum eftir hornið og rennir honum fyrir markið í hættusvæðið. Þarna vantaði bara mann í árás á boltann, Erlingur var einu skrefi of seinn.
25 Víkingur R. fær hornspyrnu
20 MARK! Nikolaj Hansen (Víkingur R.) skorar
2:0! - Þetta er ekki lengi gert! Karl Friðleifur með góða fyrirgjöf frá vinstri og Hansen er einfaldlega sterkastur í baráttunni á fjærstönginni og kemur þessu í netið. Brekka fyrir Breiðablik!
18 MARK! Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) skorar
1:0! - Víkingar leiða! Danijel Dejan fær boltann hægra megin og smellir honum fyrir markið. Höskuldur nær ekki að hreinsa og boltinn endar hjá Ara á fjærstönginni. Hann tekur boltann mjög vel niður áður en hann klárar vel í fjærhornið framhjá Antoni Ara.
17 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skalla yfir
Rís hæst í teignum en missir skallann of hátt.
16 Víkingur R. fær hornspyrnu
15 Víkingur R. fær hornspyrnu
Hornið var tekið stutt og að lokum átti Danijel fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og rétt framhjá markinu.
14 Víkingur R. fær hornspyrnu
Pablo með skot í vegginn. Hornspyrna.
13
Víkingur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Brotið á Erlingi rétt fyrir utan teig.
10 Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) á skot framhjá
Víkingar aðeins að banka. Þetta skot er nokkuð langt framhjá en ágætis færi samt sem áður.
10 Pablo Punyed (Víkingur R.) á skot sem er varið
Tekur boltann á lofti með hægri fæti rétt fyrir utan teig. Hörkuskot en Anton Ari ver vel.
9 Víkingur R. fær hornspyrnu
8 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Hörkutilraun! Keyrir upp vinstri kantinn, fer inn á völlinn og lætur vaða en setur boltann rétt framhjá markinu. Ætlaði að smella boltanum í fjærhornið og var alls ekki langt frá því að takast það.
6 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) á skot framhjá
Eftir klafs í teignum fellur boltinn fyrir fætur Viktors við vítateigslínuna en hann setur hann framhjá.
5 Breiðablik fær hornspyrnu
Höskuldur með góða sendingu upp í horn en Gunnar Vatnhamar kemur boltanum aftur fyrir endamörk áður en Aron Bjarnason nær að gera sér mat úr þessu.
4
Menn eru strax farnir að láta vel í sér heyra á bekkjum beggja liða. Það er bara gaman af því.
1 Leikur hafinn
Gestirnir hefja leik!
0
Þá koma leikmenn til vallar. Veislan er að hefjast!
0
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fær það krefjandi verkefni að dæma leikinn í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs. Varadómari er Elías Ingi Árnason og eftirlitsmaður er enginn annar en Kristinn Jakobsson.
0
Það er algjörlega frábær mæting í kvöld. Stúkan var orðin smekkfull fyrir svolitlu síðan og fólk er farið að koma sér fyrir meðfram hliðarlínunni. Það er enn hellingur af fólki að koma sér inn á völlinn. Þetta er algjörlega til fyrirmyndar.
0
Ég geri ráð fyrir að við fáum alvöru hitaleik hér í kvöld. Þannig hafa allavega leikir þessara liða verið undanfarin ár en mikill og skemmtilegur rígur hefur myndast á milli þeirra.
0
Það er ljómandi gott veður hér á Höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Sólin skín og hiti í kringum átta gráður. Það er reyndar smá gola þvert á völlinn, ekkert sem ætti að hafa of mikil áhrif þó.
0
Það er ánægjulegt að sjá að Aron Elís Þrándarson er mættur aftur í leikmannahóp Víkings en hann byrjar á bekknum í kvöld. Vonandi fáum við að sjá aðeins til hans í leiknum.
0
Halldór Árnason gerir einnig tvær breytingar á liði Breiðabliks frá sigrinum á Vestra í síðustu umferð. Kristófer Ingi Kristinsson og Alexander Helgi Sigurðarson koma inn í byrjunarliðið fyrir Kristin Steindórsson og Arnór Gauta Jónsson.
0
Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar á liði Víkings frá sigrinum gegn Fram í síðustu umferð. Danijel Dejan Djuric og Nikolaj Hansen koma inn í byrjunarliðið fyrir Helga Guðjónsson og Valdimar Þór Ingimundarson en sá síðastnefndi er utan hóps í kvöld.
0
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér að neðan.
0
Það er rúmlega klukkutími í að flautað verði til leiks hér í Víkinni og það eru nú þegar um 30 manns eða svo búnir að koma sér fyrir í stúkunni. Það kalla ég metnað í lagi. Það verður væntanlega gjörsamlega smekkfull stúka í kvöld.
0
Bæði lið eru með sex stig eftir sigra í tveimur fyrstu umferðunum.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Víkings úr Reykjavík og Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Víkingur R.: (4-3-3) Mark: Ingvar Jónsson. Vörn: Davíð Örn Atlason (Sveinn Gísli Þorkelsson 80), Oliver Ekroth, Gunnar Vatnhamar, Karl Friðleifur Gunnarsson. Miðja: Gísli Gottskálk Þórðarson (Viktor Örlygur Andrason 71), Danijel Dejan Djuric, Pablo Punyed. Sókn: Erlingur Agnarsson, Nikolaj Hansen (Helgi Guðjónsson 67), Ari Sigurpálsson (Aron Elís Þrándarson 80).
Varamenn: Pálmi Rafn Arinbjörnsson (M), Sveinn Gísli Þorkelsson, Viktor Örlygur Andrason, Helgi Guðjónsson, Halldór Smári Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson, Aron Elís Þrándarson.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Andri Rafn Yeoman. Miðja: Alexander Helgi Sigurðarson (Arnór Gauti Jónsson 82), Kristófer Ingi Kristinsson (Ísak Snær Þorvaldsson 74), Viktor Karl Einarsson (Patrik Johannesen 82). Sókn: Jason Daði Svanþórsson, Benjamin Stokke (Kristinn Steindórsson 52), Aron Bjarnason (Dagur Örn Fjeldsted 74).
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Daniel Obbekjær, Patrik Johannesen, Kristinn Steindórsson, Dagur Örn Fjeldsted, Ísak Snær Þorvaldsson, Arnór Gauti Jónsson.

Skot: Breiðablik 7 (4) - Víkingur R. 11 (5)
Horn: Breiðablik 5 - Víkingur R. 9.

Lýsandi: Aron Elvar Finnsson
Völlur: Víkingsvöllur

Leikur hefst
21. apr. 2024 19:15

Aðstæður:
Það er ljómandi gott veður hér á Höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Sólin skín og hiti í kringum átta gráður. Það er reyndar smá gola þvert á völlinn, ekkert sem ætti að hafa of mikil áhrif þó.

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert