Knattspyrnukonan Helena Ósk Hálfdánardóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt FH á láni frá Val.
Helena Ósk, sem er 23 ára gömul, gekk til liðs við Val frá Breiðabliki síðasta haust eftir tvö tímabil í Kópavoginum.
Hún er uppalin hjá FH og á að baki 82 leiki í efstu deild fyrir FH, Fylki og Breiðablik þar sem hún hefur skorað níu mörk. Þá á hún að baki 23 landsleiki fyrir yngri landsliðs Íslands þar sem hún hefur skorað fjögur mörk.
Helena Ósk er komin með leikheimild með FH og er því lögleg með liðinu í dag þegar FH heimsækir Tindastól á Sauðárkrók í 1. umferð Bestu deildar kvenna.