1. deildarlið Keflavíkur sló Breiðablik úr leik í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta en leikið var í Keflavík. Leikurinn endaði 2:1 fyrir heimamenn.
Daninn Sami Kamel kom Keflvíkingum yfir með glæsilegri aukaspyrnu eftir 12 mínútna leik. Hann var svo aftur á ferðinni á 63. mínútu þegar hann skoraði annað glæsimark eftir undirbúning Dags Inga Valssonar.
Jahá! Sami Kamel afgreiðir þessa aukaspyrnu líka svo lystilega í markið. Algjörlega óverjandi og Keflvíkingar eru komnir yfir! ⚽ pic.twitter.com/WKi5fHYLQD
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024
Kristófer Ingi Kristinsson minnkaði muninn fyrir Breiðablik korteri fyrir leikslok en nær komust gestirnir ekki og Keflavík fer óvænt í 16-liða úrslitin.
Sami Kamel takk fyrir og góðan daginn! Tvö glæsimörk gegn Blikum, hér sjáum við það seinna 🇩🇰 pic.twitter.com/u5AUCDZa8g
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024
ÍH úr Hafnarfirði tók á móti Höfnum í Skessunni í dag. Heimamenn sigruðu 4:2 og eru eina liðið úr 3. deild þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.
Brynjar Jónasson skoraði tvö mörk fyrir ÍH, Dagur Óli Grétarsson eitt og Gísli Kristjánsson eitt. Bergsveinn Andri Halldórsson og Anton Freyr Hauks Guðlaugsson skoruðu fyrir Suðurnesjamenn.