Keflavík - Stjarnan, staðan er 2:3

Caroline Van Slambrouck og Gyða Kristín Gunnarsdóttir eigast við í …
Caroline Van Slambrouck og Gyða Kristín Gunnarsdóttir eigast við í leik liðanna á síðasta ári. mbl.is/Arnþór Birkisson
Keflavík og Stjarnan áttust við í annari umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag en leikið var á gervigrasvellinum við Reykjaneshöll og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar 3:2 eftir að Keflavík var með tveggja marka forystu í hálfleik.

Stjarnan er þá komin með sín fyrstu þrjú stig en Keflavík er án stiga eftir tvær umferðir.

Leikurinn byrjaði ansi rólega enda mikill vindur á vellinum sem Keflavík var með í bakið. Keflavíkurkonur notfærðu sér það og sóttu miklu meira í fyrri hálfleik og uppskáru nokkur fín færi. 

Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 36 mínutu og var það furðulegt atvik. Stjarnan átti útspark og virtist sem útileikmaður Stjörnunnar ætlaði að taka útsparkið. Hún gefur boltann þvert yfir teiginn, líklega í þeim tilgangi að láta annan útileikmann taka spyrnuna sem handleikur knöttinn. Þegar þetta gerist dæmir dómarinn vítaspyrnu. 

Aníta Lind Daníelsdóttir fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan 1:0 fyrir Keflavík. 

Í uppbotartíma fyrri hálfleiks fengu Keflavíkurkonur hornspyrnu. Melanie Claire Rendeiro tók hornið stutt og gaf á Susönnu Joy Friedrichs sem skrúfaði boltann í fjærhornið og staðan 2:0 fyrir Keflavík í hálfleik. 

Stjarnan gerði breytingu í hálfleik þegar Arna Dís Arnþórsdóttir fór af velli og inn á kom Hulda Hrund Arnarsdóttir. Stjörnukonur fóru strax að hóta marki í byrjun síðari hálfleiks og var þar að veri Caitlin Meghani Cosme sem átti skot rétt yfir markið.

Á 50 mínútu leiksins minnkaði Stjarnan muninn með marki frá Hannah Sharts. Hulda Hrund Arnarsdóttir gaf boltann fyrir markið, Vera Varis sló fyrirgjöfina til hliðar en þar var Hannah mætt á fjærstöngina og kom boltanum yfir marklínuna. 

Stjarnan var ekki hætt þvi aðeins tveimur mínútum síðar fengu stjörnukonur hornspyrnu. Boltinn fór fyrir markið og þar var Hannah Sharts mætt aftur og skallaði boltann í netið. Keflavíkurkonur steinsofandi í dekkuninni. 

Keflavík reyndi að sækja að marki Stjörnunnar og náði atlögu á 59 mínútu þegar Elianna Esther Anna Beard skaut boltanum rétt framhjá. 

Líkt og í fyrri hálfleik hjá Stjörnunni voru keflavíkurkonur með vindinn í fangið í síðari hálfleik sem gerði þeim mjög erfitt fyrir. 

Eftir þetta róaðist leikurinn talsvert og lið Keflavíkur náði vopnum sínum aftur og fór að sækja meira en mikið jafnræði var á með liðunum eftir jöfnunarmark Stjörnunnar.

Á 87 mínútu leiksins fengu stjörnukonur innkast. Hannah Sharts tók langt innkast inn í teig Keflavíkur og þar var mætt engin önnur en Caitlin Meghani Cosme og skallaði boltann í netið. Lokatölur 3:2 fyrir Stjörnuna.
Keflavík 2:3 Stjarnan opna loka
90. mín. 4 mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert