„Hann er líklegast fótbrotinn“

Eiður Aron Sigurbjörsson í baráttunni í Laugardalnum í dag.
Eiður Aron Sigurbjörsson í baráttunni í Laugardalnum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson leikur að öllum líkindum ekki með Vestra næstu sex til átta vikurnar.

Eiður Aron fór meiddur af velli í leik Vestra og HK í 4. umferð Bestu deildarinnra í Laugardalnum í dag en miðvörðurinn virkaði sárkvalinn ljóta tæklingu.

Lítur ekki vel út

Eiður Aron reyndi að halda leik áfram en haltraði að endingu af velli á 58. mínútu.

„Þetta lítur ekki vel út,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfara Vestra, í samtali við mbl.is í Laugardalnum í dag.

„Hann er líklegast fótbrotinn. Eins og þetta lítur út núna er þetta líklegast ristarbrot,“ bætti Davíð Smári við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert