Rosalegar lokamínútur í sigri Blika í Vesturbæ

Kristinn Steindórsson og Atli Sigurjónsson í baráttunni á Meistaravöllum í …
Kristinn Steindórsson og Atli Sigurjónsson í baráttunni á Meistaravöllum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik gerði góða ferð í Vest­ur­bæ­inn í kvöld og vann sig­ur á heima­mönn­um í KR, 3:2, í fyrsta grasleik sum­ars­ins í fjórðu um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu.

Leik­ur­inn fór eins og við var að bú­ast nokkuð brösu­lega af stað hjá báðum liðum enda aðstæður á Meist­ara­völl­um ekki til fyr­ir­mynd­ar. Grasið að stærst­um hluta gult á lit­inn og greini­lega búið að setja mik­inn sand í það. Báðum liðum gekk illa að halda í bolt­ann en þegar leið á leik­inn fór það þó að ganga aðeins bet­ur, líkt og liðin næðu aðeins að venj­ast aðstæðum.

Alex Þór Hauks­son fékk besta færi KR í fyrri há­fleikn­um þegar hann fékk nán­ast frí­an skalla af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu Arons Þórðar Al­berts­son­ar. Alex náði hins veg­ar ekki að stýra skall­an­um á markið og setti bolt­ann fram­hjá stöng­inni.

Aron Bjarna­son og Krist­inn Stein­dórs­son fengu bestu færi Breiðabliks í fyrri hálfleik. Aron fékk gott færi í teign­um eft­ir fyr­ir­gjöf Krist­ins Jóns­son­ar en hitti ekki markið. Skömmu áður hafði Krist­inn fengið bolt­ann við víta­teigs­lín­una en setti bolt­ann rétt yfir þverslánna.

Það var svo á 60. mín­útu sem fyrsta markið kom. Vikt­or Karl Ein­ars­son átti þá al­gjör­lega frá­bæra fyr­ir­gjöf frá hægri í hlaupið hjá Kristni Stein­dórs­syni sem kláraði mjög vel í fyrstu snert­ingu.

Breiðablik tvö­faldaði svo for­ystu sína á 77. mín­útu. Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son átti þá horn­spyrnu á nærsvæðið sem Vikt­or Örn Mar­geirs­son skallaði að marki. Guy Smit virt­ist við fyrstu sýn ná að verja skalla Vikt­ors á marklín­unni en aðstoðardóm­ar­inn lyfti flaggi sínu og dæmdi mark. Hann virkaði viss í sinni sök og treyst­um við því að þetta hafi verið rétt­ur dóm­ur.

KR var þó ekki af baki dottið og minnkaði mun­inn á 86. mín­útu. Þar var að verki varamaður­inn Stefán Árni Geirs­son en hann smellti bolt­an­um þá glæsi­lega í stöng­ina og inn eft­ir að Aron Kristó­fer Lárus­son hafði skotið í varn­ar­mann.

Ein­ung­is þrem­ur mín­út­um síðar kom Ja­son Daði Svanþórs­son Blik­um aft­ur í tveggja marka for­ystu. Guy Smit átti þá glóru­laust út­hlaup þar sem hann missti af bolt­an­um langt fyr­ir utan teig svo Ja­son var fyrst­ur á hann. Ja­son lék á Axel Óskar Andrés­son sem reyndi að bjarga því sem bjargað varð áður en hann skoraði í opið mark.

Drama­tík­in var þó ekki al­veg bú­inn því í næstu sókn fékk KR víti. Brotið var á Eyþóri Aroni Wöhler í teign­um og á punkt­inn steig Benóný Breki Andrés­son. Hann skoraði af gíf­ur­legu ör­yggi og úr urðu æsispenn­andi loka­mín­út­ur. 

KR-ing­um tókst þó ekki að jafna met­in í rest­ina og voru það því Blikar sem fóru með stig­in þrjú aft­ur í Kópa­vog.

Breiðablik er því í öðru sæti deild­ar­inn­ar með níu stig eft­ir fjóra leiki, líkt og FH, en bæði lið eru þrem­ur stig­um á eft­ir toppliði Vík­ings. KR er hins veg­ar með sex stig eft­ir jafn marga leiki.

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

KR 2:3 Breiðablik opna loka
skorar Stefán Árni Geirsson (86. mín.)
skorar úr víti Benoný Breki Andrésson (90. mín.)
Mörk
skorar Kristinn Steindórsson (59. mín.)
skorar Viktor Örn Margeirsson (77. mín.)
skorar Jason Daði Svanþórsson (89. mín.)
fær gult spjald Aron Kristófer Lárusson (28. mín.)
fær gult spjald Aron Þórður Albertsson (46. mín.)
fær gult spjald KR (82. mín.)
fær gult spjald Eyþór Aron Wöhler (90. mín.)
fær gult spjald Axel Óskar Andrésson (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Viktor Örn Margeirsson (26. mín.)
fær gult spjald Ísak Snær Þorvaldsson (62. mín.)
fær gult spjald Arnór Gauti Jónsson (66. mín.)
fær gult spjald Breiðablik (80. mín.)
fær gult spjald Jason Daði Svanþórsson (90. mín.)
fær gult spjald Damir Muminovic (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Blikar halda út eftir ROSALEGAR lokamínútur!
90 Axel Óskar Andrésson (KR) fær gult spjald
Hér sparkar Aron Kristófer Patrik niður við hliðarlínuna og allt verður vitlaust. Axel fær gult fyrir að hrauna yfir Patrik á meðan hann lá.
90 Eyþór Aron Wöhler (KR) fær gult spjald
Fyrir sinn þátt.
90 Damir Muminovic (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir einhver leiðindi.
90 Moutaz Neffati (KR) kemur inn á
90 Luke Rae (KR) fer af velli
90 MARK! Benoný Breki Andrésson (KR) skorar úr víti
+2 - Mjög öruggur!
90 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir mótmæli frekar en eitthvað annað.
90 KR fær víti
KR ER AÐ FÁ VÍTI! HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA? BROTIÐ Á EYÞÓRI ARONI Í TEIGNUM!
89 MARK! Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) skorar
1:3! - Jason er að klára þetta! Glórulaust úthlaup hjá Guy Smit sem missir af boltanum vel fyrir utan teig. Jason kemst í hann, leikur á Axel Óskar sem gat lítið í þessu gert og klárar svo í opið mark!
86 MARK! Stefán Árni Geirsson (KR) skorar
1:2! - Við erum með leik! Mikill atgangur í teignum þar sem Aron Kristófer á skot í varnarmann áður en boltinn dettur fyrir fætur Stefáns utarlega í teignum. Hann tekur boltann í fyrsta með vinstri og hamrar honum í stöngina og inn. Mjög vel klárað!
85 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) kemur inn á
85 Benjamin Stokke (Breiðablik) fer af velli
85 Hrafn Guðmundsson (KR) kemur inn á
85 Rúrik Gunnarsson (KR) fer af velli
85 Eyþór Aron Wöhler (KR) á skot framhjá
Boltinn dettur fyrir hann utarlega í teignum en hann hittir ekki markið. Þetta var fínn séns.
83 KR fær hornspyrnu
82 KR (KR) fær gult spjald
Þá fær Gregg Ryder gult spjald fyrir mótmæli. Báðir þjálfararnir komnir í svörtu bókina.
81
Benóný Breki flelur í teignum en ekkert dæmt. Þetta sýndist mér vera hárréttur dómur.
80 Breiðablik (Breiðablik) fær gult spjald
Halldór Árnason fær hér gult fyrir mótmæli.
78 Patrik Johannesen (Breiðablik) kemur inn á
78 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
78 Stefán Árni Geirsson (KR) kemur inn á
78 Aron Þórður Albertsson (KR) fer af velli
78 Eyþór Aron Wöhler (KR) kemur inn á
78 Atli Sigurjónsson (KR) fer af velli
77 MARK! Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) skorar
0:2! - Höskuldur með hornspyrnuna á nærsvæðið þar sem Viktor Örn nær skallanum. Smit virtist ná að verja boltann á marklínunni en aðstoðardómarinn lyftir flagginu og dæmir mark. Hann virkaði viss í sinni sök og ég treysti honum algjörlega!
75 Breiðablik fær hornspyrnu
75 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fær boltann á fjær og á skot sem fer af varnarmanni og vel framhjá.
74
Atli þrumar boltanum í vegginn og brýtur svo af sér. Þetta hefur ekki verið hans besti dagur.
73
KR fær hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað við hægra vítateigshorn. Brotið á Benóný Breka.
68 KR fær hornspyrnu
66 Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald
Hangir heillengi í Luke Rae og fær mjög svo réttilega gult spjald. Er samt sem áður alveg steinhissa.
66 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot sem er varið
Kristinn Steindórsson fær boltann við vinstra vítateigshorn og laumar honum inn fyrir á Aron. Smit hins vegar mætir og lokar vel.
63 Aron Þórður Albertsson (KR) á skot framhjá
Laust skot frá vítateigslínunni framhjá markinu. Mjög hættulítið.
62 Atli Sigurjónsson (KR) á skot sem er varið
Lætur vaða á lofti af löngu færi. Hörkuskot en Anton Ari ver vel.
62 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fær gult spjald
Hann er vissulega ekki inni á vellinum. Fær gult spjald þar sem hann er að hita fyrir aftan endalínuna ásamt öðrum varamönnum Blika.
61 KR fær hornspyrnu
59 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
0:1! - Frábært mark! Viktor Karl fær boltann hægra megin og á þessa líka gullfallegu sendingu fyrir markið. Þar er Kristinn í frábæru hlaupi og klárar mjög vel.
55 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Ágætis sókn hjá gestunum. Jason kemst upp hægri kantinn og sker boltann út á Höskuld en skot hans beint á Smit.
51 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot yfir
Hætta eftir hornið! Aron nær skoti sem Smit ver en Aron fær frákastið og hamrar boltanum þá hátt yfir. Tvö fín færi!
51 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot sem er varið
50 Breiðablik fær hornspyrnu
46 Aron Þórður Albertsson (KR) fær gult spjald
Þetta var ekki lengi gert. Brýtur á Stokke.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Óbreytt lið báðum megin!
45 Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik! Örlítið meiri gæði í þessu en ég bjóst við svona miðað við aðstæður, það er bara jákvætt.
45 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Blikar að banka! Kristinn Jónsson gerir virkilega vel vinstra megin og á góða fyrirgjöf með grasinu á Jason en hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
45
Þremur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
44 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot yfir
Hættulegasta færið hingað til! Fær boltann rétt fyrir utan teig, fer á hægri og ætlar að skrúfa hann í fjær en setur hann rétt yfir þverslánna.
43 Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) kemur inn á
43 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
Haltrar af velli með sárabindi um lærið. Leit út eins og tognun.
42
Alexander Helgi situr hér eftir á vellinum. Sá ekkert gerast og mér sýnist Blikar vera að undirbúa skiptingu.
41 KR fær hornspyrnu
39 Breiðablik fær hornspyrnu
38 KR fær hornspyrnu
36 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot framhjá
Aftur er Aron í færi! Stokke gerir vel og skallar boltann á hann í teignum en Aron hittir boltann mjög illa.
32
Hér láta stuðningsmenn Blika aðeins heyra í sér og mikill fögnuður brýst út meðal stuðningsmanna KR. Því fylgir síðan kröftugur stuðningur KR-inga sem yfirgnæfir Blikana. Það er stemning í stúkunni.
31 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Þetta var færi! Höskuldur með fyrirgjöf á Jason sem nær að taka boltann niður í teignum en skotið fer svo beint á Smit.
28
Hér hefur Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, lokið leik. Arnar Þór Stefánsson varadómari er því tekinn við flautunni og mun sjá um að dæma restina af leiknum.
28 Aron Kristófer Lárusson (KR) fær gult spjald
Allt of seinn í Jason Daða. Hárréttur dómur.
26 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) fær gult spjald
Brýtur á Aroni Þórði á miðjum vallarhelmingi Breiðabliks.
25 Aron Kristófer Lárusson (KR) á skot yfir
Fær ágætis skotfæri og lætur bara vaða. Skotið er fast en yfir markið.
22 Luke Rae (KR) á skot yfir
Fær boltann skoppandi til sín eftir fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar en hittir hann illa.
19 KR fær hornspyrnu
Spyrna Arons Þórðar endar beint í fanginu á Antoni Ara.
17
Hér liggur Jason Daði aðeins eftir. Lenti í einhverju samstuði við Aron Kristófer þegar boltinn var víðs fjarri en stendur upp að lokum og heldur leik áfram.
15
Mætingin á Meistaravelli í kvöld er frábær. Því ber að hrósa.
14 Alex Þór Hauksson (KR) á skalla sem fer framhjá
Dauðafæri! Fær svo gott sem frían skalla af stuttu færi eftir hornið en setur boltann framhjá.
14 KR fær hornspyrnu
14 Luke Rae (KR) á skot sem er varið
Fínasta tilraun! Skot af löngu færi sem skoppar rétt fyrir framan Anton Ara. Hann tekur enga sénsa og slær þetta í horn.
13 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot framhjá
Höskuldur með fyrirgjöf frá hægri á fjærsvæðið þar sem Aron er fyrstur á boltann. Skot hans er hins vegar ekki gott og fer framhjá.
12
Benóný Breki með skelfilega sendingu til baka sem Jason kemst inn í. Hann er einn á einn gegn Axeli með allt svæðið í heiminum en sá síðarnefndi reddar sínum mönnum með frábærum varnarleik.
11 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skalla yfir
Fyrsta alvöru færi Blika. Stokke fær boltann í teignum vinstra megin, fer upp að endamörkum og lyftir honum á nærsvæðið. Þar nær Jason skalla sem fer rétt yfir markið.
7 Benoný Breki Andrésson (KR) á skalla yfir
Aron Þórður með spyrnuna fyrir markið en Benóný nær ekki að stýra skallanum á markið.
6
KR fær hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað við vinstra vítateigshornið.
5
Liðin eru í brasi með að halda í boltann. Það var kannski viðbúið við þessar aðstæður. Bóas er farinn að láta í sér heyra.
1 Leikur hafinn
Blikar hefja leik og sækja í átt að KR-heimilinu.
0
KR-ingar mæta til leiks í nýjum, langerma treyjum. Það virkar smá eins og þær séu númeri of stórar á alla leikmenn KR en gæti litið betur út á velli. Hugmyndin er skemmtileg, retro-útlit á þeim.
0
Hér ganga leikmenn til vallar. Það er ennþá mjög löng röð af fólki að reyna að komast inn á völlinn. Ég var kannski aðeins of fljótur á mér áðan að hrósa fyrirkomulagi KR-inga því miðasalan virðist ganga afar hægt.
0
Það er búið að vökva völlinn í gríð og erg hérna fyrir leik. Ég er ekkert viss um að það bæti ástandið mikið en við vonum það besta.
0
Rúrik Gunnarsson er að fara að byrja sinn fyrsta leik í efstu deild en hann spilaði bikarleikinn á dögunum ásamt því að koma inná sem varamaður gegn Fram í síðustu umferð. Þá er Stefán Árni Geirsson kominn á varamannabekkinn, hans fyrsti leikur í Bestu deildinni þetta árið.
0
Halldór Árnason gerir tvær breytingar á liði Breiðabliks frá síðasta deildarleik. Nafnarnir Kristinn Jónsson og Kristinn Steindórsson koma inn í byrjunarliðið fyrir Andra Rafn Yeoman og Kristófer Inga Kristinsson.
0
KR gerir þrjár breytingar frá síðasta deildarleik. Rúrik Gunnarsson, Aron Þórður Albertsson og Benóný Breki Andrésson koma allir inn í byrjunarliðið fyrir Jóhannes Kristinn Bjarnason, Theodór Elmar Bjarnason og Kristján Flóka Finnbogason.
0
Þetta er annað árið í röð sem Breiðablik mætir KR hér í fyrsta grasleik KR-inga. Í fyrra fór leikurinn þó fram töluvert seinna, eða 13. maí, og fóru Blikar þar með 1:0 sigur af hólmi þar sem Gísli Eyjólfsson skoraði sigurmarkið á 82. mínútu.
0
Hins vegar verð ég að gefa KR-ingum mikið hrós fyrir stuðningsmannaaðstöðuna sína hér á Meistaravöllum. Nú er það þannig að allir áhorfendur eru leiddir inn í félagsheimilið og þar í gegn til að komast á vallarsvæðið. Þar inni er stór salur þar sem hægt er að fá mat og drykk, ásamt því að opið er út á stóran pall með nóg af sætum. Algjörlega frábær aðstaða sem er án nokkurs vafa geggjað að nýta sér á góðviðrisdögum, líkt og í kvöld.
0
Það verður ekki sagt að völlurinn hér í Vesturbænum sé fallegur. Miðjan á vellinum er byrjuð að grænka á pörtum en kanturinn hérna upp við stúkuna er alveg gulur ennþá. Þá eru stórir gulir blettir um víðan völl. Vonandi mun þetta ekki hafa mikil áhrif á leikinn, en þetta gæti svo sannarlega gert það.
0
Bæði lið töpuðu í síðustu umferð Bestu deildarinnar. KR tapaði fyrir Fram í Laugardalnum en vann svo stórsigur á KÁ í bikarnum á miðvikudaginn. Breiðablik tapaði fyrir Víkingi í síðasta deildarleik og tapaði svo einnig fyrir 1. deildar liði Keflavíkur í bikarnum á fimmtudagskvöld.
0
Velkomin með mbl.is á Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem fyrsti grasleikur tímabilsins í Bestu deild karla fer fram. KR tekur á móti Breiðabliki en bæði lið eru með sex stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og sitja í þriðja og fjórða sætinu.
Sjá meira
Sjá allt

KR: (4-3-3) Mark: Guy Smit. Vörn: Rúrik Gunnarsson (Hrafn Guðmundsson 85), Finnur Tómas Pálmason, Axel Óskar Andrésson, Aron Kristófer Lárusson. Miðja: Ægir Jarl Jónasson, Aron Þórður Albertsson (Stefán Árni Geirsson 78), Alex Þór Hauksson. Sókn: Atli Sigurjónsson (Eyþór Aron Wöhler 78), Benoný Breki Andrésson, Luke Rae (Moutaz Neffati 90).
Varamenn: Sigurpáll Sören Ingólfsson (M), Moutaz Neffati, Stefán Árni Geirsson, Birgir Steinn Styrmisson, Lúkas Magni Magnason, Eyþór Aron Wöhler, Hrafn Guðmundsson.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Kristinn Jónsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Alexander Helgi Sigurðarson (Arnór Gauti Jónsson 43), Kristinn Steindórsson (Patrik Johannesen 78). Sókn: Jason Daði Svanþórsson, Benjamin Stokke (Ísak Snær Þorvaldsson 85), Aron Bjarnason.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Daniel Obbekjær, Patrik Johannesen, Dagur Örn Fjeldsted, Ísak Snær Þorvaldsson, Arnór Gauti Jónsson, Tumi Fannar Gunnarsson.

Skot: Breiðablik 14 (7) - KR 10 (4)
Horn: Breiðablik 3 - KR 7.

Lýsandi: Aron Elvar Finnsson
Völlur: Meistaravellir
Áhorfendafjöldi: 2107

Leikur hefst
28. apr. 2024 18:30

Aðstæður:

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson - Arnar Þór Stefánsson frá 28. mínútu.
Aðstoðardómarar: Þórður Arnar Árnason og Guðmundur Ingi Bjarnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert