„Skil KR-ingana mjög vel“

Kristinn Steindórsson og Atli Sigurjónsson í baráttunni um boltann í …
Kristinn Steindórsson og Atli Sigurjónsson í baráttunni um boltann í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Hall­dór Árna­son, þjálf­ari Breiðabliks, var sátt­ur með sína menn eft­ir útisig­ur á KR, 3:2, í fjórðu um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Ég er bara ótrú­lega ánægður með frammistöðu míns liðs í dag. Strák­arn­ir lögðu mikla vinnu í þenn­an leik, voru grjót­h­arðir, agaðir og bein­skeytt­ir þess á milli. Þeir upp­skáru að mínu mati mjög sann­gjarn­an sig­ur þó hann hafi kannski verið full tæp­ur í lok­in.“

Loka­mín­út­ur leiks­ins voru æsispenn­andi en KR minnkaði mun­inn í 2:1 á 86. mín­útu. Skömmu síðar komust Blikar í 3:1 áður en KR minnkaði mun­inn aft­ur úr víta­spyrnu, nán­ast í næstu sókn.

„Við erum með 2:0-for­ystu og líður ágæt­lega með það. Á þeim tíma­punkti held ég að þeir hafi bara ekki skapað færi í leikn­um. Svo för­um við eig­in­lega strax í 3:1 eft­ir að þeir minnka mun­inn. 

En svona eft­ir að Wöhler henti sér niður í teign­um urðu þetta auðvitað óþægi­leg­ar loka­mín­út­ur, ég get al­veg viður­kennt það.“

Leik­ur­inn var sá fyrsti sem fer fram á grasi í sum­ar en völl­ur­inn á Meist­ara­völl­um var ekki frá­bær í kvöld. Hall­dór seg­ir að það hafi klár­lega áhrif á hvernig Blikar lögðu upp leik­inn.

„Ég held að það hafi nú al­veg sést á leik Breiðabliks-liðsins í dag að á ákveðnum svæðum á vell­in­um kus­um við það að fara langt. Við vor­um samt ekk­ert að setja bolt­ann bara ein­hvert, við unn­um mikið í kring­um Benjam­in Stokke sem stóð sig frá­bær­lega og hélt miðvörðum KR svo sann­ar­lega við efnið. Þaðan reynd­um við að fara út á Aron og Ja­son, og þegar KR-ing­ar urðu aðeins gisn­ari reynd­um við að taka bolt­ann niður á ákveðnum svæðum og spila hon­um. Mér fannst við gera það ágæt­lega líka.

Það sem við gerðum mjög vel í fyrri hálfleik, þó við höf­um oft sent fleiri send­ing­ar á milli okk­ar, var að fá þrjú eða fjög­ur mjög góð færi og vor­um klauf­ar að fara ekki inn í hálfleik­inn með betri stöðu. Svo ger­um við vel að kom­ast yfir eft­ir góða sókn og mér fannst þetta bara sann­gjarn sig­ur, ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins.“

KR-ing­ar ákváðu að spila leik­inn á sín­um heima­velli þrátt fyr­ir að færa mætti rök fyr­ir því að hann hafi kannski ekki al­veg verið til­bú­inn. Síðasta heima­leik spilaði liðið í Laug­ar­dal á heima­velli Þrótt­ar.

„Það er alls eng­inn pirr­ing­ur hjá okk­ur út í KR, bara full­kom­inn skiln­ing­ur á því að þeir vilji spila á sín­um heima­velli. Hér er búið að vera húll­um­hæ síðan í há­deg­inu, geggjað veður og full­ur völl­ur svo ég skil þá bara ótrú­lega vel.

Hins veg­ar er þetta held ég fjórða árið sem við erum að byrja mótið svona svaka­lega snemma. KSÍ eða ÍTF hafa ekki gert nein­ar ráðstaf­an­ir til að aðlaga mótið að því að við erum að byrja í byrj­un apríl. Það er verið að spila þetta í ein­hverj­um æf­inga­höll­um þar sem eru ör­fá­ir metr­ar til lofts og á svona grasvöll­um. Þetta er ekki sú sölu­vara sem við vilj­um að deild­in sé. 

Svo aft­ur á móti færðu svona leik eins og í dag sem er auðvitað frá­bær og skemmti­leg­ur fyr­ir áhorf­end­ur en það er skrítið að vera bún­ir að æfa í all­an vet­ur við frá­bær­ar aðstæður, spila bolt­an­um með jörðinni og allt það, en þurfa síðan að breyta svona miklu inni í miðju móti.

Ég vil samt taka fram aft­ur að ég skil KR-ing­ana mjög vel og ekk­ert út á þeirra ákvörðun að setja, ég hefði tekið hana sjálf­ur líka.“

Það gekk á ýmsu und­ir lok leiks en þjálf­ar­ar beggja liða fengu m.a. báðir gult spjald fyr­ir mót­mæli. Þá var einnig mik­ill hiti í leik­mönn­um inn­an vall­ar.

„Ég veit ekki hvort þetta sé eitt­hvað sem kem­ur að ofan en mér fannst dóm­ar­arn­ir í þess­um leik, og ekki bara í okk­ar leikj­um held­ur bara al­mennt í deild­inni hingað til, vera rosa­lega mikið að pæla í hversu marg­ir standa á bekkn­um eða hvað menn eru að segja. Manni finnst þeir bara gleyma að dæma leik­inn og það sem skipt­ir máli. Ef það er verið að setja þá í þessa stöðu, að geta ekki ein­beitt sér að leikn­um og því sem er að ger­ast á vell­in­um er það nátt­úr­lega al­var­legt mál.

Mér fannst þeir ekki hafa góða stjórn á þessu, mér fannst þeir missa af stór­um at­vik­um þar sem þeir voru að fylgj­ast með ein­hverju allt öðru sem skipt­ir engu máli í stóra sam­heng­inu.“

Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son fór meidd­ur af velli hjá Blik­um í leikn­um. Hall­dór seg­ist vona að það sé ekki of al­var­legt.

„Hann fékk í lærið. Ég von­ast til þess að við höf­um náð að koma hon­um útaf áður en þetta varð of vont. Von­andi eru þetta ekki meira en nokkr­ir dag­ar en það kem­ur í ljós á næstu dög­um.“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Hall­dór Árna­son, þjálf­ari Breiðabliks. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert