Sóknarmaðurinn Adam Árni Róbertsson, leikmaður Grindavíkur, kjálkabrotnaði í leik liðsins gegn Fjölni í 1. umferð 1. deildarinnar í fótbolta á miðvikudagskvöld.
Adam þurfti að fara af velli á 16. mínútu er hann fékk olnbogaskot. Hann staðfesti í viðtali við Fótbolta.net að um kjálkabrot sé að ræða.
Í sama viðtali lýsti hann yfir vonbrigðum með að leikmanni Fjölnis hafi ekki verið refsað fyrir atvikið.
Adam þarf á aðgerð að halda og er óvíst hve lengi hann verður frá.