Blikakonur gengu frá Garðbæingum fyrir hlé

Blikar fagna einu marka sinna í kvöld.
Blikar fagna einu marka sinna í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skothríðin dundi á marki Stjörnukvenna þegar þær sóttu Blika heim í Kópavoginn í kvöld þegar leikið var í 4. Umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.  Áður en 4 mínútur voru liðnar var staðan 2:0 og í hálfleik 5:1 en nokkrum fór boltinn í tréverkið hjá gestunum.  Sigurinn tryggir Blikum enn efsta sætið í deildinni á meðan Stjarnan færist niður um tvö sæti, í það áttunda.

Áhorfendur voru varla búnir að taka utan af namminu sínu þegar fyrsta mark leiksins kom eftir 58 sekúndur þegar Vigdís Lilja Kristjánsdóttir  náði sendingu á markmann Stjörnunnar um miðjan vítateig, lék á Auði í markinu og lék upp að hliðarlínu hægra megin þar sem hún gaf fyrir og Agla María náði í baráttu við varnarmenn Garðbæinga að koma boltanum yfir línuna.  Staðan 1:0.

Aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Blikar aftur þegar Vigdís Lilja var með boltann á vítateigslínuna, gaf síðan út á Andreu Rut Bjarnadóttur, sem þrumaði boltanum í vinstra hornið. Vel gert og staðan 2:0.

Áður en mínúta var liðin frá því marki kom það þriðja en nú skoraði Stjarnan þegar gott skot Gyðu Kristínar Gunnarsdóttir rétt utan við vítateigsbogann rataði beint upp í hægra hornið.  Staðan 2:1 og fjórar mínútur liðnar.

Næsta mark kom á 16. mínútu eftir mistök í vörn Stjörnunnar við að senda þversendingu því Blikinn Vigdís Lilja varð fyrri til, komst með boltann inn í miðjan vítateig hægra megin og skaut í hægra hornið, hennar fimmta mark í deildinni í sumar. Staðan 3:1.

Á næstu mínútu ógnuðu Blikar marki Garðbæinga rækilega,  Agla María Albertsdóttir skallaði boltann rétt yfir, Barbára Sól Gísladóttir skallaði í stöngina úr markteig og Katrín Tómasdóttir fékk boltann út á móti sér en náði ekki að stýra honum í markið. 

Næsta mark Blikakvenna kom svo á 33. Mínútu þegar Andrea Rut braust upp að markinu vinstra megin og skaut af stuttu færi.  Auður markmaður Stjörnunnar varði en boltann hrökk út á Birtu, sem skaut í autt mitt markið af stuttu færi, staðan 4:1.

Markaveislan var ekki búin og á 39. mínútu skoraði Agla María sitt annað mark þegar hún var með boltann á ferðinni rétt utan teigs þegar hún lét vaða við vítateigsbogann og beint upp í vinstra hornið.  Blikar komnir í 5:1.

Framan af seinni hálfleiks var má segja meira jafnræði, Blikakonur sóttu án þess að skapa sér afgerandi færi og Stjörnukonur pressuð meira, komu vörn upp að endalínu en færin lét líka á sér standa þar.

Þegar leið á leikinn eftir hlé fóru sóknir Blika að þyngjast og á 64. mínútu átti Barbára Sól skot utan af kanti og boltinn kom niður á slánni. 

Mörkin urðu svo ekki fleiri enda engu líkara en Blikakonur væru saddar, það vantaði hjá þeim bitið og þó Garðbæingur reyndu, náðu að pressa rækilega, þá var það ekki nóg.

Næstu leikir liðanna, þá tekur Stjarnan á móti FH þriðjudaginn 14. maí en daginn eftir fer Stjarnan í Árbæinn til Fylkiskvenna.   Bikarleikur Stjörnunnar og Breiðabliks er síðan sunnudaginn 19. maí í Garðabænum.

Andrea Rut Bjarnadóttir gefur fyrir.
Andrea Rut Bjarnadóttir gefur fyrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Karitas Tómasdóttir með boltann í kvöld.
Karitas Tómasdóttir með boltann í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Breiðablik 5:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Tveimur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert