Gylfi Þór var bestur

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Kópavogsvelli.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Kópavogsvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals var besti leikmaðurinn í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Gylfi átti mjög góðan leik, fékk tvö M hjá Morgunblaðinu og var í aðalhlutverki hjá Valsmönnum þegar þeir lögðu Breiðablik að velli, 3:2, í stórleik umferðarinnar á Kópavogsvelli í fyrrakvöld, þrátt fyrir að vera manni færri nær allan seinni hálfleikinn.

Fyrsta mark Vals kom eftir skot Gylfa í þverslána af 25 metra færi, annað markið skoraði hann sjálfur með föstu skoti innan vítateigs og það þriðja gerði hann á glæsilegan hátt, beint úr aukaspyrnu, tveimur mínútum eftir að Valur missti Adam Ægi Pálsson af velli með rautt spjald og Arnar Grétarsson þjálfara í kjölfarið.

Fyrir utan mörkin sýndi Gylfi hversu gríðarlegur liðstyrkur hann er fyrir Valsmenn á svo mörgum sviðum leiksins.

Nánar er fjallað um Gylfa í Morgunblaðinu í dag og þar má einnig sjá lið 5. umferðarinnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka