Málfríður Erna Sigurðardóttir, Valskonan reynda, lék sinn 303. deildaleik þegar Valur vann Keflavík, 2:1, í Bestu deild kvenna í fótbolta í fyrrakvöld.
Hún er þar með komin í sjöunda sætið yfir leikjahæstu íslensku konurnar í deildakeppni heima og erlendis og jafnaði þar við Guðbjörgu Gunnarsdóttur, fyrrverandi landsliðsmarkvörð. Málfríður er næstleikjahæst í efstu deild á Íslandi, þar sem hún hefur leikið alla 303 leikina.
Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, jafnaði leikjamet félagsins í efstu deild í leiknum gegn Val. Það var hennar 75. leikur fyrir Keflavík í deildinni og hún er þá jöfn Dröfn Einarsdóttur sem fór frá Keflavík til Grindavíkur fyrir þetta tímabil.
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, er orðin næstleikjahæst í sögu liðsins í efstu deild. Hún lék sinn 157. leik með liðinu í deildinni gegn Víkingi og fór þar með upp fyrir Láru Einarsdóttur sem hefur leikið 156 leiki en spilar nú með HK. Sandra á enn langt í leikjametið en það á Arna Sif Ásgrímsdóttir, 197 leikir.
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, er eini þjálfarinn í deildinni sem hefur verið með óbreytt byrjunarlið í fyrstu fjórum umferðunum.
Elfa Karen Magnúsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, í 35. leiknum, þegar hún kom Keflavík yfir gegn Val.
Elísa Bríet Björnsdóttir skoraði einnig sitt fyrsta mark í deildinni, í 16. leiknum, þegar hún kom Tindastóli yfir í sigrinum á Fylki, 3:0.
Breukelen Woodard, sem lék með Fram í fyrra, gerði sitt fyrsta mark í deildinni fyrir FH, sigurmarkið gegn Þrótti, 1:0.
Úrslitin í 4. umferð:
Breiðablik - Stjarnan 5:1
FH - Þróttur R. 1:0
Keflavík - Valur 1:2
Víkingur R. - Þór/KA 1:2
Tindastóll - Fylkir 3:0
Markahæstar:
8 Sandra María Jessen, Þór/KA
6 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Breiðabliki
4 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
4 Amanda Andradóttir, Val
3 Eva Rut Ásþórsdóttir, Fylki
3 Jasmín Erla Ingadóttir, Val
2 Andrea Rut Bjarnadóttir, Breiðabliki
2 Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
2 Hafdís Bára Höskuldsdóttir, Víkingi
2 Hannah Sharts, Stjörnunni
2 Jordyn Rhodes, Tindastóli
2 Nadía Atladóttir, Val
2 Sigdís Eva Bárðardóttir, Víkingi
Næstu leikir:
14.5. Valur - Tindastóll
14.5. Þór/KA - Keflavík
14.5. Stjarnan - FH
15.5. Þróttur R. - Víkingur R.
15.5. Fylkir - Breiðablik