Heldur sigurganga Vals áfram?

Valskonur fá Tindastól í heimsókn.
Valskonur fá Tindastól í heimsókn. mbl.is/Óttar Geirsson

Þrír leikir fara fram í 5. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. 

Tvöfaldir Íslandsmeistarar Vals fá Tindastól í heimsókn klukkan 17.30. Valur hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína og er í öðru sæti á eftir Breiðabliki vegna markatölu. 

Þá hefur Tindastóll einnig fagnað góðu gengi en liðið er í fjórða sæti með sex stig, tvo sigra og tvö töp. 

Verða að komast á beinu brautina

Stjarnan fær FH í heimsókn á Stjörnuvöllinn klukkan 18. 

Stjörnuliðið er í áttunda sæti með aðeins þrjú stig eftir fjóra leiki og þarf liðið því nauðsynlega á sigri að halda. 

FH er í fimmta sæti með sex stig, tvo sigra og tvö töp, og getur haldið góða árangri sínum áfram með sigri í Garðabænum. 

Hvað gerir Sandra María?

Þór/KA fær þá botnlið Keflavíkur í heimsókn í Bogann klukkan 18. 

Akureyrarliðið er í þriðja sæti með níu stig en Keflavík er í neðsta sæti án stiga. 

Sandra María Jessen hefur algjörlega farið á kostum í liði Þórs/KA og skorað átta mörk í fjórum leikjum. 

Leikirnir þrír verða í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka