KA gert að greiða Arnari um 11 milljónir

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeild KA á Akureyri hefur verið gert að greiða knattspyrnuþjálfaranum Arnari Grétarssyni 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023 til greiðsludags, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Er KA einnig gert að greiða Arnari 2 milljónir króna í málskostnað. 

Arnar, sem þjálfar nú karlalið Vals, stefndi knattspyrnudeild KA fyrr á árinu þar sem hann taldi sig eiga rétt á að fá greiddar bónusgreiðslur frá félaginu. 

Arn­ar tók við liði KA sum­arið 2020 og stýrði því fram á haustið 2022 en þá sagði KA hon­um upp störf­um í kjöl­far þess að Arn­ar gerði munn­legt sam­komu­lag við Val um að taka við Hlíðarendaliðinu frá og með tímabilinu 2023.

Heiðar Ásberg Atla­son, lögmaður Arn­ars, staðfest­i það í febrúar í samtali við fót­bolta.net og sagði málið snúast um ógreidd­an bón­us sem Arn­ar taldi sig eiga inni hjá KA fyr­ir að hafa hjálpað liðinu að tryggja sér sæti í Evr­ópu­keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert