Komin í búninginn tveimur og hálfum mánuði eftir barnsburð

Elísa Viðarsdóttir er í hóp hjá Val í dag.
Elísa Viðarsdóttir er í hóp hjá Val í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elísa Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og fyrirliði Vals undanfarin ár, er í leikmannahópi Íslandsmeistaranna fyrir leik þeirra gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna sem hófst klukkan 17.30.

Elísa og sambýlismaður hennar, Rasmus Christiansen, leikmaður ÍBV, eignuðust barn í byrjun mars og hún er því komin aftur í hópinn aðeins tæplega tveimur og hálfum mánuði eftir barnsburðinn.

Elísa, sem er 32 ára gömul, er með reyndustu leikmönnunum í hópi Vals en hún hefur lyft Íslandsbikarnum sem fyrirliði liðsins undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum á undanförnum fimm árum. Hún á 54 landsleiki að baki.

Rasmus Christiansen og Elísa Viðarsdóttir á vellinum síðasta haust.
Rasmus Christiansen og Elísa Viðarsdóttir á vellinum síðasta haust. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert