Valur enn með fullt hús

Valskonur fagna Fanndísi Friðriksdóttur eftir að hún kom Val í …
Valskonur fagna Fanndísi Friðriksdóttur eftir að hún kom Val í 2:1 í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskonur eru enn með fullt hús stiga í Bestu deildinni í knattspyrnu eftir sigur á Tindastóli, 3:1, á Hlíðarenda í dag.

Valsliðið er þar með í efsta sæti deildarinnar með 15 stig eftir fimm leiki. Tindastóll er í fjórða sæti með 6 stig. 

Hugrún Pálsdóttir kom Tindastóli óvænt yfir á tíundu mínútu leiksins. Þá átti hún skot utan teigs sem fór yfir Fanneyju Ingu Birkisdóttur markvörð og í netið. 

Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin fyrir Val á 38. mínútu er hún lagði boltann í netið eftir frábæran samleik við Amöndu Andradóttur, 1:1.

Ekki nema tveimur mínútum síðar var Fanndís búin að skora annað mark. Þá fékk hún boltann frá Katie Cousins og smellti honum í netið, 2:1, og Valsliðið ekki lengi að snúa leiknum sér í vil. 

Valur skoraði þriðja markið strax í byrjun seinni hálfleiks. Þá stangaði Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fyrirgjöf Camryn Paige Hartman í netið og Valsliðið í frábærri stöðu, 3:1. 

Valskonur heimsækja Breiðablik næst í stórleik umferðarinnar. Tindastóll fær Þór/KA í heimsókn. 

Valur 3:1 Tindastóll opna loka
90. mín. Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) á skot yfir Fínasta skotfæri en hátt yfir markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka