5. umferð: Áfangar hjá Söndru, met í Keflavík

Sandra María Jessen fagnar marki sínu í sigri Þórs/KA á …
Sandra María Jessen fagnar marki sínu í sigri Þórs/KA á Keflavík, 4:0 Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, náði stórum áfanga á þriðjudaginn þegar Akureyrarliðið vann Keflavík, 4:0, í 5. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri.

Hún lék þar sinn 200. deildaleik á ferlinum en af þeim eru 158 fyrir Þór/KA í úrvalsdeildinni og 42 fyrir Leverkusen í efstu deild Þýskalands.

Sandra skoraði sitt níunda mark í fyrstu fimm umferðunum og með því jafnaði hún við Ásgerði Hildi Ingibergsdóttur í 15. sætinu yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi en þær eru báðar með 98 mörk. Ásgerður skoraði sín 98 mörk fyrir Stjörnuna, Val og KR á árunum 1992 til 2005.

Fanndís Friðriksdóttir bætir enn við mörkum og skorar hér 118. …
Fanndís Friðriksdóttir bætir enn við mörkum og skorar hér 118. mark sitt í efstu deild. mbl.is/Kristinn Magnússon

Önnur af þeim tveimur núverandi leikmönnum deildarinnar sem hafa skorað fleiri mörk en Sandra, Fanndís Friðriksdóttir, skoraði tvívegis fyrir Val gegn Tindastóli en hún er í 13. sæti markalistans með 118 mörk. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er nýbyrjuð að leika með Val, spilaði sinn annan leik gegn Tindastóli, en hún er áttunda markahæst frá upphafi með 137 mörk. Elín Metta Jensen er í Þrótti en hefur ekkert spila á tímabilinu og hún er í 9. sæti ásamt Ásthildi Helgadóttur með 134 mörk.

Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, sló leikjamet félagsins í efstu deild í leiknum gegn Þór/KA. Þetta var hennar 76. leikur fyrir félagið og hún bætti met Drafnar Einarsdóttur sem lék 75 leiki fyrir Keflavík.

Elísa Lana Sigurjónsdóttir úr FH skoraði sitt fyrsta mark í deildinni, í sínum 31. leik, þegar Hafnarfjarðarliðið tapaði 4:3 fyrir Stjörnunni.

Úrslit­in í 5. um­ferð:
Val­ur - Tinda­stóll 3:1 
Þór/​KA - Kefla­vík 4:0
Stjarn­an - FH 4:3
Þrótt­ur R. - Vík­ing­ur R. 0:1
Fylk­ir - Breiðablik 0:2

Marka­hæst­ar:
9 Sandra María Jessen, Þór/​​​KA
6 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
4 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
3 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
3 Fanndís Friðriksdóttir, Val
3 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
3 Sig­dís Eva Bárðardótt­ir, Vík­ingi
2 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
2 Breukelen Woodard, FH
2 Caitlin Cosme, Stjörnunni
2 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, Val
2 Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Stjörnunni
2 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
2 Hannah Sharts, Stjörn­unni
2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Þór/KA
2 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
2 Nadía Atla­dótt­ir, Val

Næstu leik­ir:
24.5. Breiðablik - Valur
24.5. FH - Víkingur R.
24.5. Stjarnan - Fylkir
25.5. Tindastóll - Þór/KA
25.5. Keflavík - Þróttur R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert