Katla, Emilía og Cecilía í landsliðinu

Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir fagna sigri á Serbíu …
Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir fagna sigri á Serbíu í umspilinu um sæti í A-deild undankeppninnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í dag 23 manna hóp fyrir leikina tvo gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins en þeir fara fram 31. maí og 4. júní.

Katla Tryggvadóttir, leikmaður Kristianstad, og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður Nordsjælland, eru í hópnum í fyrsta skipti og þá snýr Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Kristín Dís Árnadóttir hefur ekki leikið landsleik en var í stóra hópnum sem var valinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, gegn Póllandi og Þýskalandi.

Sædís Rún Heiðarsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir og Lára Kristín Pedersen eru ekki í hópnum vegna meiðsla og þá dettur Auður Scheving markvörður út í stað Cecilíu.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
11/0 Telma Ívarsdóttir, Breiðabliki
11/0 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Bayern München
  3/0 Fanney Inga Birkisdóttir, Val

Varnarmenn:
124/10 Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München
  61/0 Ingibjörg Sigurðardóttir, Duisburg
  37/1 Guðrún Arnardóttir, Rosengård
  28/0 Guðný Árnadóttir, Kristianstad
    5/1  Natasha Anasi, Brann
    0/0 Kristín Dís Árnadóttir, Bröndby

Miðjumenn:
43/5 Alexandra Jóhannsdóttir, Fiorentina
39/9 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Leverkusen
38/5 Selma Sól Magnúsdóttir, Nürnberg
19/2 Amanda Andradóttir, Val
14/0 Hildur Antonsdóttir, Fortuna Sittard
  9/1 Berglind Rós Ágústsdóttir, Val
  1/0 Ásdís Karen Halldórsdóttir, Lilleström
  0/0 Katla Tryggvadóttir, Kristianstad

Sóknarmenn:
40/6 Sandra María Jessen, Þór/KA
36/10 Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg
36/5 Hlín Eiríksdóttir, Kristianstad
13/2 Diljá Ýr Zomers, OH Leuven
  6/2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Breiðabliki
  0/0 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Nordsjælland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert