Frábær sigur Þróttar

Þróttarastelpur fagna.
Þróttarastelpur fagna. mbl.is/Óttar Geirsson

Þróttur er kominn í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á Fylki, 5:0, í Laugardalnum í dag. 

Eftir slaka byrjun í deildinni hjá Þrótturum var frammistaðan kærkomin.

Mörk Þróttar skoruðu Sierra Marie Lelii, María Rut Eyjólfsdóttir, Kristrún Rut Antonsdóttir, Freyja Karin Þorvarðardóttir og Sigríður Theód. Guðmundsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert