Breiðablik þremur stigum frá toppnum

Blikar fagna Jasoni Daða Svanþórssyni eftir að hann kom þeim …
Blikar fagna Jasoni Daða Svanþórssyni eftir að hann kom þeim í 2:0. mbl.is/Eyþór

Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni, 2:1, Í sjöundu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld.

Úrslitin þýða að Breiðablik er í öðru sæti með 15 stig. Stjarnan er í áttunda með tíu.

Blikaliðið fór betur af stað en strax á fimmtu mínútu kom Patrik Johannesen Breiðabliki yfir. Þá fylgdi hann eftir skoti Kristins Steindórssonar sem Árni Snær Ólafsson varði. Boltinn barst til Patrik sem gerði engin mistök, 1:0.

Jason Daði Svanþórsson kom Blikum í 2:0 á 43. mínútu leiksins. Þá reyndi Patrik að klippa boltanum í netið en það breyttist í sendingu á Jason sem smellti boltanum á nær.

Ekki nema mínútu síðar braut Damir Muminovic á Örvari Eggertssyni inn í teig Breiðabliks. Ívar Orri Kristjánsson dómari benti á punktinn og Stjarnan fékk víti.

Á punktinn steig Emil Atlason, skoraði og minnkaði muninn í eitt mark, 2:1.

Mikið af færum áttu sér stað í seinni hálfleik en boltinn vildi ekki inn, að lokum dugði hálfleiksstaðan Blikum til sigurs.

Breiðablik heimsækir Framara í næstu umferð. Þá fær Stjarna KA í heimsókn.

Breiðablik 2:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert