Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er sagður munu koma til með að verða ákærður fyrir kynferðisbrot. Vísir greinir frá og hefur eftir Evu Bryndísi Helgadóttur lögmanni konu sem lagði fram kæru á hendur Alberti fyrir kynferðisbrot síðasta sumar.
Hefur ríkissaksóknari fell ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum.
Málið var fellt niður í febrúar og var ákvörðunin kærð til ríkissaksóknara sem hefur nú fellt þá ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi.
Albert er ekki í hópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttuleik liðsins gegn Englandi.