ÍBV tapaði 50 milljónum

Leikmenn ÍBV.
Leikmenn ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Í fótboltaskýrslu Deloitte og KSÍ sem var gefin út í dag kemur fram að knattspyrnudeild ÍBV tapaði 50 milljónum íslenskra króna á árinu 2023. 

Félög sem léku í Bestu deildum karla og kvenna frá 2020 - 2023 voru tekin fyrir og reiknaður hagnaður sem og tap.

Breiðablik hagnaðist þá mest eða 105 milljónir króna. ÍA græddi einnig mikið eða um 88 milljónir. KA hagnaðist 47 milljónir og Valur hagnaðist 31,5 milljón. 

Þá kom fram að ÍBV hafi tapað mest eða 50 milljónum króna. Fjölnir tapaði 46 milljónum króna. Íslandsmeistarar Víkings karlamegin töpuðu 16 milljónum króna. 

KR tapaði 27 milljónum og HK 26. 

Hér að neðan má sjá töfluna í heild sinni. 

Breiðablik - 105 milljónir í plús
ÍA - 88 milljónir í plús
KA - 47,2 milljónir í plús

Valur - 31,5 milljón í plús
Þór/KA - 3,3 milljónir í plús
Grótta - 2,7 milljónir í plús
Þróttur R. - 1,1 milljón í plús 
Fylkir - 172 þúsund í plús

Fram - 504 þúsund í mínus
Tindastóll - 1,2 milljónir í mínus
Afturelding - 2,3 milljónir í mínus
Stjarnan - 4,3 milljónir í mínus
Leiknir R. - 10,2 milljónir í mínus
Keflavík - 13,9 milljónir í mínus

Víkingur R. 16 milljónir í mínus
FH - 16,3 milljónir í mínus
HK - 26,7 milljónir í mínus
KR - 27,7 milljónir í mínus
Fjölnir - 46,6 milljónir í mínus
ÍBV - 50 milljónir í mínus

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert